Rússneska (Русский язык) Sælir kæru hugarar. Þar sem ég hef mikinn áhuga á tungumálum og sérstaklega rússnesku ákvað ég að drýfa mig í því að gera eina grein um hið yndislega og fallega tungumál rússneska, auk nokkurra fróðleiksmola. Einnig vildi ég heldur ekki vera minni maður en Moli0 :)

Almennar upplýsingar
Rússneska er eitt af mest töluðu tungumálum í heiminum og skipar það 8. sæti hvað mannfjölda varðar sem talar það sem móðurmál eða um 145 milljónir, en aðrar 110 milljónir tala það sem annað tungumál, sem gerir samtals u.þ.b. 255 milljónir og lendir þar í 5. sæti. Rússneska er skrifuð með kyrillíska stafrófinu og er það eina stafrófið sem rússneska hefur verið skrifuð með. Skildustu tungumál rússnesku eru hvít-rússneska og úkraínska.

Uppruni (“Ættfræði”).
Rússneska er af indó-evrópskum uppruna eins og flest tungumál í heiminum s.s. enska, þýska, franska, Úrdú, Hindí og Gríska sem dæmi, sem þýðir að íslenska og rússneska eru skild, en þó mjög fjarskyld. Megin munurinn liggur þó í því að rússneska er baltó-slavneskt en íslenska er germanskt. Hægt er að rekja ætt rússnesku svona: Indó-Evrópskt > Baltó-Slavneskt > Slavneskt > Austur-Slavneskt > Rússneska. Svona til viðmiðunar þá er hérna íslenska: Indó-Evrópskt > Germanskt > Norður-Germanskt > Vestur-Skandinavískt > Íslenska.

Úrtak úr sögu rússnesku.
Rússneska hefur alltaf verið mjög víðtalað mál og var það aðaltungumál Kíevska Rús (ens. Kievan Rus’, rússn. Kíjevskaja Rús’) í formi forn-rússnesku en þegar það ríki leið undir lok á miðri 12. öld skiptist það upp í mörg minni ríki, sem varð þar með grundvöllurinn af því sem í dag er rússneska, úkraínska og hvít-rússneska og tilheyrandi þjóðflokkar og mállýskur, en árið 1500 og fyrir u.þ.b. var þetta meira og minna sama tungumálið.
Rússneska var einnig opinbert tungumál Rússneska Keisaraveldisins (rússn. Rossískaja imperíja) og er það leið undir lok árið 1917 bjuggu u.þ.b. 190 milljónir í keisaraveldinu og var um helmingur þeirra rússneskur og töluðu þar af leiðandi lang flestir rússnesku. Sömu sögu var að segja um Sovétríkin (rússn. Sojús sovétskíh sótzjalistitsjeskih respúblik) þar sem rússneska var töluð af flestum íbúum landsins, en það var einnig opinbert tungumál Sovétríkjanna ásamt 14 öðrum minni tungumálum. Á tímum Kalda Stríðsins var Rússneska eitt af mikilvægustu tungumálum í heimi vegna stöðu Sovétríkjanna í heimsmálum og var það eitt aðal tungumál Varsjárbandalagsins og var það kennt í öllum skólum bandalagsríkjanna. Eftir fall Járntjaldsins og Sovétríkjanna hefur þessi staða þó breyst.

Stafrófið.
Rússneska er skrifuð með Kyrillíska stafrófinu sem hefur verið við lýði í u.m.b. þúsund ár eða svo. Rússneska útgáfan er kölluð Azbúka. Snemma á seinna árþúsundinu var þó notast við forn-kyrillísku sem hefur þróast yfir í nútíma kyrillísku. Ég get ekki birt stafrófið hérna en hér er tengill á það og hvernig stafirnir eru bornir fram.

http://www.hugi.is/tungumal/images.php?page=view&contentId=4414688

Einhverstaðar las ég það að Lenín hafi haft það í huga að taka kyrillíska stafrófið úr umferð og taka upp það latneska í staðinn en að hann hafi látist áður en af því hafi orðið. Ég persónulega er reyndar feginn að svo varð ekki því þá fyndist mér rússneska örugglega ekki eins spennandi og hún er nú.

Mín reynsla og áform.
Ég stefni að því að fara í rússneskunám í háskóla og hef nú þegar hef lært eitthvað að sjálfdáðum, s.s. einfaldar setningar, ýmis orð og örfáar einfaldar reglur. Einnig hlusta ég mikið á rússnesk lög en þar eru helst rússneskur karlakórar sem ég hlusta á. Ég ferðaðist til Búlgaríu síðasta sumar en þótt að þar sé töluð búlgarska skildu langflestir heimamenn rússnesku og einnig voru langflest skilti þar og upplýsingar á rússnesku, allavega þar sem ég var staddur (Golden Sands sólbaðsströndin), en það besta við það var að bæði málin nota kyrillíska stafrófið. Ég var sá eini í fjölskyldunni (reyndar 17 manna hópur) sem gat skilið málið að einhverju leiti og var alltaf leytast til mín þegar einhver, sérstaklega mamma mín, voru í vændræðum með einhverja miða, skilti eða leiðbeiningar.

Hér á eftir koma svo nokkur einföld orð og setningar svona til gamans.

Já = da nei = njet ég = ja þú = ti (óformlegt), vi (formlegt) einn = edín tveir = dva þrír = trí fjórir = tsjitirií fimm = pjat ég er á klósettinu = ja v túaljeta bíll = mashína flugvél = samaljot vélbyssa = púlemjot hönd = rúka vodka = vodka :) ég skil ekki = ja nje ponimajú takk = spassíba vinsamlegast (eins og bitte í þýsku) = pozhjalste ég er ísleskur/íslendingur = ja íslandskí halló/hæ = strastvúdje bless = do svidanje

Ég ætla að vona þig hafið notið þessarar stuttu greinar og að hún hafi og muni koma ykkur að notum. Þið afsakið allar málfræði- og stafsetnigarvillur, þær eru allar á minni ábyrgð .Spassíba i do svidanje.

Heimildir:
Wikipedia.org
Höfuðið á mé