Leifturspjöld/Flashcards Leifturspjöld eru mjög sniðug leið til að læra tungumál, formúlur, nöfn eða bara hvað sem er.

Kerfið virkar þannig að þú skrifar eina spurningu eða orð á fremri hlið spjaldsins og síðan skrifarðu svarið eða þýðinguna hinum megin. Spjöldin eru svo flokkuð í hólf eftir því hversu vel þú þekkir orðin á spjaldinu. Ef þú svarar spurningunni á spjaldinu rétt seturðu spjaldið í næsta hólf fyrir aftan en ef þú svarar vitlaust seturðu spjaldið í hólfið fyrir framan.
Kostir þess að nota leifturspjöld eru þeir að þú eyðir meiri tíma í orðin sem þú átt erfitt með en minni tíma í þau orð sem þú ert nokkuð örugg/ur á.
Þú endurtekur orðin þangað til þau eru komin í aftasta hólfið, en þegar þau eru komin þangað ættirðu að kunna þau örugglega.

Það eru til fjöldinn allur af leifturspjalda forritum fyrir tölvur en það er einnig hægt að kaupa venjuleg lítil pappaspjöld í bókabúðum og kaupa kassann einnig. En mér finnst kassarnir frekar dýrir svo ég bjó bara til minn eigin úr boxi af osti í sneiðum og setti svo teygjur til að greina milli hólfa.

Myndin sem fylgir(vonandi) með greininni skýrir þetta kannski betur enda segja myndir oft meira en mörg orð. Ef myndin kemur ekki í greinni er hægt að sjá hana hér http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/3/34/Flashcard.png

Greinin er byggð á þessari grein hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Flashcards