Gleymt lykilorð
Nýskráning
Tónlist

Ofurhugar

thorok thorok 3.424 stig
ghozt ghozt 2.270 stig
EXOZ EXOZ 2.216 stig
dordingull dordingull 2.170 stig
HoddiDarko HoddiDarko 2.026 stig
Brunahani Brunahani 1.556 stig
negrasvikari negrasvikari 1.400 stig

Stjórnendur

evisceration plague (9 álit)

evisceration plague Cannibal Corpse virðast bara aldrei ætla að hætta því í dag (3. feb) kemur nýji diskurinn út, en hann heitir evisceration plague og er ellefti diskurinn þeirra.

það vita nú flestir allt um þessa hljómsveit þannig ég ætla nú ekkert að fara neitt meira út í hana, fyrir utan það að núverandi meðlimir hljómsveitarinnar eru

George “Corpsegrinder” Fischer
Pat O'brien
Rob Barret
Alex Webster
Paul Mazurkiewicz

Diskurinn er framleiddur af sama manni og Framleiddi Kill en það er Erik Rutan úr Hate eternal.

Meðlimir Cannibal Corpse hafa sagt að þetta séu einhver erfiðustu lög sem þeir hafa samið hingað til og að þeir hafi allir staðið sig frábærlega í stúdíóinu.

lögin á disknum eru þessi:

1. Priests of Sodom
2. Scalding Hail
3. To Decompose
4. A Cauldron of Hate
5. Beheading and Burning
6. Evidence in the Furnace
7. Carnivorous Swarm
8. Evisceration Plague
9. Shatter Their Bones
10. Carrion Sculpted Entity
11. Unnatural
12. Skewered From Ear to Eye

diskurinn lak vísst allur á netið um daginn en hérna er linkur að titillaginu á disknum:

http://www.youtube.com/watch?v=4JO1yXweJW4

.. og hérna eru sona ca hálf mínúta úr hverju lagi í einu myndbandi:

http://www.youtube.com/watch?v=ELrSnPUqdSI


mér finnst það litla sem ég hef heyrt hingað til alveg fínt bara.

Reference Rootbeer fade (18 álit)

Reference Rootbeer fade Mynd af reference setti sem ég tók af pearl foruminu. magnað sett

Incubus - Serpent Temptation (8 álit)

Incubus - Serpent Temptation Enn eitt lítt þekkta 80's thrash bandið sem öðlaðist aldrei frægð utan eigin senu. Þetta er brasilíska hljómsveitin Incubus sem flutti reyndar til Louisiana snemma á ferli sínum. Hún var stofnuð árið 1986 og gaf út tvær breiðskífur, Serpent Temptation (1988) og Beyond the Unknown (1990). Þess má til gamans geta að söngvarinn í Incubus, Francis M. Howard, var gestasöngvari í laginu Skull Full of Maggots með Cannibal Corpse ásamt Glen Benton úr Deicide. Hann var einnig gestasöngvari í laginu Stronger Than Hate með brasilísku félögum sínum í Sepultura.

Incubus lögðu nánast upp laupana á 10. áratugnum en fengu löngun til að gefa út sína þriðju breiðskífu um aldamótin. Þeir gátu samt ekki gefið hana út undir nafninu Incubus því rokk/popp-hljómsveitin Incubus var komin með einkarétt á nafninu. Í staðinn fyrir að bera málið undir dómstóla breyttu þeir nafninu í Opprobrium og hafa undir því nafni gefið út tvær breiðskífur til viðbótar, Discerning Forces (2000) og Mandatory Evac (2008). Reynsla mín af böndum með pro-kristilega texta verður mjög seint hægt að kalla góða en þessi hljómsveit er algjör undantekning.


Serpent Temptation tracklist:
1. The Battle of Armageddon
2. On the Burial Ground
3. Sadistic Sinner
4. Incubus
5. Blaspheming Prophets
6. Hunger For Power
7. Serpent Temptation
8. Underground Killer

Line-up:
Luiz Carlos - Gítar
Francis M. Howard - Gítar og söngur
Moyses M. Howard - Trommur
Andre Luiz - Bassi


Tóndæmi:

Incubus - Incubus
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Fh85QFhwVeg


Incubus - The Battle of Armageddon
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AnBU9eWGOpw


Incubus - Curse of the Damned Cities (af Beyond the Unknown)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=aRP3eltKLTk


Ég hef því miður ekki rekist á diska með þeim til sölu neins staðar. Hér er hins vegar hægt að nálgast alla diskana nema Discerning Forces (2000). (ýtið á “Save file to your PC: click here” alveg neðst, ekki mjög augljóst)

Myspace síða Opprobrium/Incubus
Incubus á Metal-Archives
Opprobrium á Metal-Archives

Running Wild - The Rivalry (5 álit)

Running Wild - The Rivalry Ég ákvað að fara svoldið djúpt ofaní skúffu og skoða eldgamlann og klassískann metal einsog hann gerist bestur.

Running Wild er Þýskt band stofnað 1976.
þeir hafa haft þónokkra meðlimi í gegnum tíðina og gefið út margar plötur.
en núverandi meðlimirnir eru
Rolf Kasparek - Vocals, guitars
Peter Jordan - Guitar
Peter Pichl - Bass
Matthias Liebetruth - Drums

oft en ekki eru sjóræningjar, bardagar, riddarar og karlmennska í þemu á diskunum þeirra. Svoldið mikið í Anda við Manowar.

The rivalry var 10unda platan þeirra (1998) og þykir mér hún alveg frábær.

tóndæmi hér
http://www.youtube.com/watch?v=9v3wWPY6zKA

http://www.youtube.com/watch?v=kWNvNdDF738

gay myndband í þessu seinna en lagið er þar engu að síður.

Ég þakka fyrir mig og vonandi færði ég ykkur aðeins nær fortíð metalsins. Enginn væri metallinn í dag án þessara helstu forsprakka metalsins.

Metal up your ass!

Nýja dótið mitt (24 álit)

Nýja dótið mitt nýjasta viðbótin á settinu mínu, Tama Octoban og LP Timbalito.

The Gathering - Testament (5 álit)

The Gathering - Testament Jæja, hérna erum við að tala um eitt flottasta lænöpp sem að Testament skartaði, en það er enginn annar en meistari Dave Lombardo á trommum og tveir fyrrverandi meðlimir Death á bassa og gítar. Chuck Billy sér væntanlega ennþá um sönginn og Eric Peterson shreddar gítarinn í drasl enda eru þeir báðir frábærir í sínu fagi sem og einu upprunalegu meðlimirnir í Testament!
The Gathering kom út árið 1999 og er mikil framför frá fyrrum plötum og þá sérstaklega Demonic sem er í sjálfu sér fín plata en The Gathering er bara svo mun vandaðri og þéttari að öllu leiti. Það er svo sem augljóst að þeir voru að prufa eitthvað nýtt á Demonic en þeir náðu gjörsamlega að tækla það á þessari plötu!!
Það er líka flott að sjá hvernig Testament halda sínu striki og verða alltaf þyngri og betri með tímanum. Þetta er algjörlega mín eftirlætisplata með Testament og kemst hátt á lista yfir bestu plöturnar allra tíma að minni hálfu! The Formation of Damnation er líka þrælgóð plata en hún kom út núna í fyrra og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með hana!


Line-up:
Söngur: Chuck Billy
Rhythm/Lead gítar: Eric Peterson
Lead gítar: James Murphy (Spilaði m.a. á Spiritual Healing með Death)
Bassi: Steve DiGiorgio (Spilaði m.a. á plötunum Individual Though Pattern og Human með Death)
Trommur: Dave Lombardo (Slayer væntanlega eins og hvert mannsbarn ætti að vita)


Legions of the Dead
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MJd84cp0_og
3 Days in Darkness
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6iiFPsdL4NM
Riding the Snake
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ftnKaee8KTI

Testament!!

Meshuggah Safnið mitt (42 álit)

Meshuggah Safnið mitt Já þið hélduð að ég væri farinn en nei hér kemur MEIRA af mínu ljúffenga dóti. Hér er það fallega Meshuggah safn Dags Gonsalez, nýjasti diskurinn þarna er I EP sem ég fékk einmitt í dag.

Jaguar HH (9 álit)

Jaguar HH Jaguar HH special edition

Gibson Dark Fire (14 álit)

Gibson Dark Fire Jæja, gítarleikarar eru orðnir það latir að þeir þurfa gítar sem stillir sig sjálfur og og maður skiptir um effecta með því að snúa einum knob.

Gibson dark fire kom núna út í desember. Hann er handsmíðaður í bandaríkjunum, smíðaður úr mahagony með maple top og ebony fingraborð. 60's style háls og einhver voða spes inley. Nutið er líka nokkuð nýstárlegt, enda úr tefloni… En gitarinn er eiginlega blanda að Fender VG stratocasterinum og B.c Rich Speedloader. VG-inn hefur allar tjúningarnar á einum knobi og B.C richinn tunaði sig sjálfur. Þessu er blandað þannig saman að þú velur þér stillingu (sem er btw nóg af). Það eru held ég eitthvað um 18 standard stillingar sem þú velur um á gítarnum og þær innhalda meðal annars standard E, D, C, C#, B stillingu, drop d, open E, drop Db, Delta blues D og A og Ab og fleira.

Pickupparnir í honum er einn P90H í neck og burstbucker 3 í bridge auk Piezo pickuppa innbyggða hjá tune o matic brúnni.

Effectarnir eru líka nokkrir, en þeir eru Standard gibson, Texsas blues, Rock, Metal, twang, Funk, acoustic og L-5. Svo með einhverju allskonar dóti sem fylgir með þessum gítar getur maður tengt gítarinn við tölvuna og opnað í einhverju forriti sem fylgir líka og programmað þessa effecta skilst mér eins og maður vill. en þessir se még nefndi er svona standard hljómarnir sem koma með honum.


Mynd af öllu sem fylgir með þegar maður kaupir skrímslið:
http://www.gibson.com/Files/aaFeaturesImages2008pt2/dark%20fire%20case%20contents.JPG

Billy Morrison kynnir hann hérna. Í myndbandinu sýnir hann hvernig gítarinn tunar sig sjálfur td.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=vNOLPNIwinc&eurl=http://www.gibson.com/en-us/Lifestyle/Features/check-out-these-dark-fire-demo/&feature=player_embedded

Og gítarinn kynntur af starfsmanni gibson á Consumer Electronics Show sem er svona ráðstenfa svipuð Namm býst ég við.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zwA-2isUcTI&eurl=http://www.gibson.com/en-us/Lifestyle/Features/check-out-these-dark-fire-demo/&feature=player_embedded

Gítarinn er basicly update af þessum hérna http://en.wikipedia.org/wiki/Gibson_Robot_Guitar sem gibson gaf út 2007.

Mér sýndist gítarinn btw vera á sirka 3500 dollara.

Allavega, fræðist meira á Gibson síðunni ef menn hafa áhuga: www.gibson.com

Peter Gabriel (8 álit)

Peter Gabriel Peter Gabriel, stofnandi og söngvari hljómsveitarinnar Genesis fram til ársins 1975. Eftir það varð Genesis aldrei sú sama.
Að mínu mati eru fáir söngvarar sem hafa jafnmikinn karakter í röddinni og þessi maður. Maður þarf einfaldlega að hlusta á Selling England by the Pound og þá vitiði þið hvað ég er að tala um. Svo er hann nátturulega svo svalur að Steven Seagal væri eins og Gísli Marteinn við hlið hans.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok