Marc Bolan söngvari ensku proto pönk og glam sveitarinnar Tyrannosaurus Rex.
Þennan var ég að fá mér. Hausinn keypti ég nýjann og er þetta Orange Rocker 30 Class A lampamagnari. Sándið í þessari elsku er geggjað. Boxið er svo aftur á móti marshall með 4x10" keilum. Meira veit ég eiginlega ekki, nema að það eru G10L-35 keilur í því að ég held, og ef einhver veit eitthvað um þesar keilur þá endilega láta mig vita, svosem hvort þær eru góðar eða hvað, en boxið var ég að kaupa notað.
Þetta er síðasta myndin sem var tekin af John Lennon á lífi. Á þessari mynd er hann að árita sólaplötuna sína ‘Double Fantasy’ fyrir Mark David Chapman…morðingja hans. Þetta sama kvöld kom Chapman upp að honum rétt hjá húsi hans og kallaði “Mr. Lennon!”, síðan skaut hann Lennon 4 sinnum…hann beið svo eftir löggunni og hún spurði hann hvort hann vissi hvað hann hefði nú gert!? og þá sagði hann mjög rólegum tóni “I just shot John Lennon.” - ekki mjög skemmtilegt þetta… Hvíldu í friði, John Lennon.
Vá ég er búinn að fara í gegnum nokkurneginn hverja einustu heimasíðu á netinu í leit að þessum gítar og er ég kannskiað spá í að fá mér hann en fann þessa mynd á Ebay en fyrst sá ég svona gítar á bubbatónleikunum 06.06.06 ég er samt búinn að finna marga sem eru svona hvítir með svartri plötu enn þeir hafa allir verið japanskir eða hvað það nú var sem var að eða svona fölir og gulir.