Þar sem þetta virðist vera vinsælt nú á tíðum ætla ég að prófa líka.Jæja hver er maðurinn á myndinni?
Hérna sjáum við coverið á fyrstu plötu Thrash hljómsveitarinnar Exodus, en þótt þeir séu nokkuð óþekktir eru þeir taldir með upphafsmönnum Thrash stefnunnar í Ameríku. Vegna deilna við útgáfufyrirtækið, sem taldi plötuna ekki söluvæna, féll hún í skuggan af Kill'em All með Metallica, en ef svo hefði ekki verið telja margir að hún hefði fengið mun meiri athygli en hún fékk.