Exodus - Bonded by Blood Hérna sjáum við coverið á fyrstu plötu Thrash hljómsveitarinnar Exodus, en þótt þeir séu nokkuð óþekktir eru þeir taldir með upphafsmönnum Thrash stefnunnar í Ameríku. Vegna deilna við útgáfufyrirtækið, sem taldi plötuna ekki söluvæna, féll hún í skuggan af Kill'em All með Metallica, en ef svo hefði ekki verið telja margir að hún hefði fengið mun meiri athygli en hún fékk.

Sveitin hefur gengið í gegnum mjög miklar breytingar um árin, og í dag er aðeins einn af upprunalegu meðlimunum í bandinu, en ég mæli með því að allir unnendur Thrash kynni sér þetta band ef þeir hafa ekki gert það nú þegar. Vegna síbreytileika í uppröðun bandsins geta þeir sem fýla ekki endilega þessa plötu elskað seinna stuffið þeirra, eða öfugt. Kynnið ykkur endilega bandið.
In such a world as this does one dare to think for himself?