Tekken 4 Tekken 4
Playstation 2
Útgefandi: Namco
Þróunaraðili: Namco JAP
Tegund: Bardagaleikur
Uppruni: Japan
Fjöldileikmanna: Tveir

Fyrir rúmum 7 árum síðan þegar allir voru að spá í því hvort að Sony Playstation myndi verða málið eða yrði önnur 3DO réði það úrslitum hversu mikið af skemmtilegum leikjum kom á markaðinn. Það hefur verið áætlað að stærsti hlutinn kom frá Namco sem áður færði okkur leiki eins og Pac-Man og Dig-Dug ásamt fleirum gömlum og góðum.

Á þessum tíma kynnti Namco sinn fyrsta bardagaleik og þá var aðeins einn keppinautur, Virtua Fighter. Leikur Namco var móðukenndur, var með skrítna pólígona fyrir einkennilega karakterahönnun og hreyfingarnar voru hálf klunnalegar í flesta ef ekki alla staði.

Mikið hefur breyst á 7 árum.

Í nýjustu útgáfunni, Tekken 4, sem loksins kom út eftir að fáir þrívíddar bardagaleikir höfðu litið dagsins ljós á PS2, aðeins 6 vikum eftir Virtua Fighter 4 sem er mjög flottur. Eflaust rýni ég hann fljótlega hérna. Í þessum mánuði kemur það bersýnilega í ljós að þessir tveir leikir eru þeir bestu í þrívíddar bardagaleikjabransanum og í nýjustu útfærslum sést það bersýnilega að báðir þróunaraðilarnir hafa lagt mikið á sig til að bæta úr því sem áður var.

Alveg eins með þróun Tekken leikjanna frá upphafi þá hefur verið mjög mikil breyting á leikjunum hvað varðar leikspilun. Fyrir þá sem hafa ekki séð og spilað Tekken 4 þá get ég sagt ykkur að það tekur dágóðann tíma að venjast þessum. Í fyrstu hélt ég að ég gæti gengið að leikspilun leiksins að vísu þar sem ég hef ekki eins mikinn frítíma og ég hafði áður og var frekar fúll yfir því þegar ég kom að þessum.

Það eru þrjár geigvænlegar breytingar í T4, það fyrsta er umhverfið sem núna er í full 3D, gagnvirkt og er ekki pre-renderað eins og áður, sem dæmi má nefna að það virkar eins og umhverfið í DOA leikjunum. Þannig að í sjálfum sér er þetta engin nýjung fyrir bransann í heild sinni en þetta blæs miklu lífi inn í þennan leik. Ég held að þetta sé frá því komið að Namco hafi hlustað á gagnrýnendur sem ávalt hafa borið saman VF og DOA við Tekken. Hægt er að henda fólki í veggi, í gegnum símaklefa sem brotna, á styttur og steina. Að auki er flöturinn sem barist er á núna mislægur en ekki flatur eins og áður.

Í öðru lagi þá er ekki lengur hægt að beygja sig og stökkva eins og áður. Þegar stýrt er upp og niður þá hreyfist karakterinn með hliðarskrefum í kringum andstæðinginn rétt eins og í VF4 og Soul Calibur. Vandamálið með þetta er að nú er orðið vandamál að beygja sig niður þar sem í flestum leikjum þá þarf maður að slá tvisvar sinnum niður til að hliðarstíga en þarna þarf maður bara að ýta einu sinni, þannig að það er nú orðið vandamál að beygja sig niður. Maður þarf núna að ýta niður og til vinstri/hægri til að beygja sig. Hins vegar ef maður ver sig þá er þetta ok en ég lennti oft í því að vilja beygja mig niður en hliðarsteig í staðinn.

Í þriðja lagi þá gera brögðin ekki eins mikinn skaða og áður sem gerir það að verkum að bardagarnir endast lengur. Þetta er mjög flott hjá Namco að gera vegna þess að sumir gaurar geta barið þig heillengi meðan þú ert í loftinu og var það mjög hvimleitt hvernig þetta var notað sem cheap-moves í fyrirrennurum. Þetta gerir leikinn skemmtilegri. Eftir fyrsta höggið er lífið í 82%, höggin eftir það taka mest allt upp í 36% af lífinu.

Nú að grafíkinni. Grafíkin í Tekken 4 er ótrúlega flott og í samanburði við Virtua Fighter 4 og DOA4 á XBOX þá finnst mér þetta vera flottara. Enda höfðu þeir tíma til að gera betur. Þetta var eitthvað sem ég hafði beðið lengi eftir að sjá, það hvort raunverulega væri hægt að gera bardagaleik á Playstation 2 sem væri flottari en DOA4 á XBOX. Það tókst. Grafíkin er jafnvel flottari en í Final Fantasy X og þá eru meðtalin videóin og in-game hreyfingar osfrv. Það er stór grafískur munur þessum og á Tekken TT sem var líka mjög flott miðað við t.d. breytingarnar frá Tekken 3.

Vandamálið með Tekken TT svo framarlega sem grafík varðar var að það var ekki nógu mikið af plássi til að sýna fram á hvað hún var raunverulega flott þannig séð. En Tekken 4 svarar fyrir þetta allt saman með gagnvirkni karakteranna við umhverfið. Karakterar segja hluti við hvorn annan fyrir og eftir bardagann með röddum og öllu. Kannski er þetta jafn gagnvirkt og DOA en þetta er góð byrjun.

Leikmenn geta valið um Story Mode þar sem söguborð eru notuð til að sýna plot leiksins og allt er mjög vel að verki staðið hvað varðar artwork. Aðrar leikaðferðir eru Arcade Mode, Time Trial, Survival, Team Battle, Practice, Training og Force Mode. Í Force Mode spilar maður rétt eins og maður gerði í den í Final Fight, gengur áfram og kálar köllum. Snilldarfítus. Að sjálfsögðu eru CG bíomyndir í lokin. Til dæmis intróið er algjört meistaraverk. Þvílíkur kraftur.

Tónlist og hljóðeffectar hafa lítið breyst og eyði ég því litlu púðri í að ræða þá.

Síðan er spurningin hvort þetta sé besti Tekken leikurinn sem til er? Þessu er erfitt að svara. Tekken 4 inniheldur ekki eins marga kalla og áður en það eru margir nýjir. Maður verður að gera sér grein fyrir því að það er mjög erfitt að rendera allt upp á nýtt aftur og þróa ný brögð fyrir alla karakterana sem maður hefur séð í fyrri leikjum en ég er sáttur við alla karakterana í þessum leik að undanskildum Puma/Panda og Combot. Þeim hefði mátt sleppa. Hefði verið skemmtilegra að sjá Jack þarna. Ef þeir gera Tekken Tag Tournament 2 með öllum gömlu karakterunum með nýju grafíkinni, gagnvirkninni og tilfinningunni af Tekken 4 þá hafa þeir vafalaust gert ótrúlega flottann leik. Kannski er þetta bara forsmekkurinn af því sem seinna kemur?

Það eru eins og ég sagði áðan nýjir karakterar í leiknum. Christie tekur við af Eddie Gordo og guð minn góður hvað hún er sæt. Hún er án efa kynþokkafyllsta gellan í langann tíma að mínu áliti. Flame me for this. :) - Maruk að mig minnir heitir einn sem er risastór wrestler og er með þvílík dauðabrögð - Steve, boxari sem er fáránlega flottur í að beygja sig undan höggum, það er alveg ótrúlega gaman að spila með honum - Síðan er búið að breyta Jin Kazama algjörlega. Í þessu tilviki var alvöru karate skóli fenginn til að gera brögðin og hreyfingarnar og er útkoman algjör snilld.

Að lokum, ef þú fílar Tekken þá er þetta skyldukaup. Ef þú ert að leita að leik til að dúttla þér í og á eftir að endast þér lengi þá er þetta líka góð kaup.

Dómurinn 8/10

Ykkar, pREZ

<a href=http://gamespot.com/gamespot/filters/products/screens/0,11105,518042-345,00.html>Skjáskot 1</a>
<a href=http://gamespot.com/gamespot/filters/products/screens/0,11105,518042-340,00.html>Skjáskot 2</a>
<a href=http://gamespot.com/gamespot/filters/products/screens/0,11105,518042-339,00.html>Skjáskot 3</a