Heil og sæl.

Ég byrjaði að spila NWN í gær og get ekki annað sagt en að leikurinn lofar ákaflega góðu, sérstaklega hvað varðar grafík og frábært cameraview. Ég er líka mikill aðdáandi Baldurs Gate leikjanna og hef spilað þá alla fram og aftur. Ég get ekki gert að því að ég verð að bera þessa tvo leiki saman, sérstaklega í ljósi gríðarlegrar velgengni BG seríunnar og eftirvæntingu NWN. Þrátt fyrir augljósa yfirburði NWN í grafík og öðrum fítusum finnst mér einn stór galli við NWN í samanburði við BG. Eitt það öflugasta við BG fannst mér vera það að hægt var að safna liði sem maður gat þróað og þjálfað í slagtogi með manns eigin character. Þetta gerði manni kleyft að þurfa ekki endilega að velja eina tegund af character og þannig útiloka aðrar tegundir. Til dæmis finnst mér mjög gaman að spila fighter character en ég vill ekki missa af öllum þeim kræsingum sem fylgja t.d wizards eða mace (eða öfugt). Í Icewind Dale (ID) leikjunum bjó maður til alla sína 6 charactera, sem var svosem ágætt en það var miklu skemmtilegra í BG þar sem maður hitti hina og þessa charactera hér og þar og gat búið til hóp að sínu skapi en samt skipt í miðju ævintýri og þar þurfti maður einnig að eiga við samskipti innan hópsins og slíkt. Þess saknaði ég í ID. Í Fallout2 var enn önnur aðferðin. Þar var svona reqruit-center þar sem maður gat farið og valið úr mönnum og konum til að berjast í hópnum sínum þar sem hver hafði sínar sterku og veiku hliðar, en þar enduðu samskiptin. Það var ágætt í Fallout2 en mér fannst það betra í BG. En mér til mikillar furðu er NWN spilaður í anda Diablo2, þar sem maður getur ekki haft neinn hóp heldur bara henchmen, og maður ræður engu um uppeldið á þeim og hefur takmarkaða stjórn á þeim. Þetta finnst mér stór galli. Ég gæti samt trúað því að þetta væri gert til þess að henta betur netspiluninni, en samt.

Minn draumaleikur væri leikur með sömu fítusum og í NWN en með sama character interaction og í BG. Það eina sem hefði mátt bæta hvað þetta varðar í BG er að það hefðu mátt vera miklu miklu fleiri Playing Characters (PC) til að velja úr um, a.m.k 40 stykki.

hvað finnst ykkur?

kv
skl