Börn og Tölvufíkn *Það er point með þessu svo að bara haldið áfram að lesa*

Jæja fyrir nokkrum mánuðum var ég í einkakennslu hjá frænku minni af því ég var ekki nógu góður í náminu mínu, þannig eins og flestir gera þá er það að kenna tölvunni um. Enn þá var hún svo sniðug að fara á netið og finna grein um tölvufíkn og hérna ætla ég að skrifa hvað stóð á blaðinu sem gæti hjálpað ykkur sem eiga vandamál eða foreldrum ykkar.
Börn og Tölvufíkn.
Eitt af þeim vandamálum hjá sumum börnum og foreldrum sem ég hef kynnst undanfarin ár sem sálfræðingur er það sem nú er kallað tölvufíkn. Mörg börn er sífellt lengur og lengur fyrir framan tölvuna og foreldrar eiga oft erfitt með að draga þau frá henni. Margir foreldrar þekkja það að þegar er verið að kalla á börnin til að borða, koma að læra, koma í háttinn, fara með foreldrunum í heimsóknir o.s.frv. að heyra æ oftar setninguna: “Bíddu”, “Ekki strax”, “Rétt Bráðum”, “ég kemst ekki núna”, “á eftir” ef foreldrarnir fá þá á annað borð svör frá börnunum.

Margir foreldrar lenda í erfiðleikum í afstöðu sinni til að stjórna tölvunotkun barnanna sinna.

Í fyrsta lagi vegna þess að tölvan er mjög jákvæð og hagnýt tækninýjung sem mikið gagn er af. Á mörgum heimilum er það svo að nær allir fjöldskyldu meðlimir nota töævuna til að lesa póst, versla, fylgjast með á ýmis konar heimasíðum og fjölmiðlum, spjalla við vini og ættingja á MSN o.s.frv

Í öðru lagi lenda foreldrar í erfiðleikum með tölvunotkun barnanna vegna þess að aukning er fyrirleitt mjög hæg. Það er erfitt að átta sig á mörkum þess að krakkarnir séu (mikið) í tölvunni og tölvufíknar. Sumum foreldrum reynist erfitt að stjórna tölvunotkun eftir að hafa samþykkt hana í langan tíma án athugasemda.

Í þriðja lagi er vandinn sá að oft kunna burnin betur á tölvuna er foreldrarnir. Foreldrarnir þurfa ift á því að halda að börnin aðstoði þá og finnst því erfitt að setja mörk í notkun tölvunnar hjá barninnu vegna þessa.

Í fjórða lagi geta börnin líka komið með alls konar viðurkenndar útskýringar á notkun sinni á tölvunni, m.a. eins og þau þurfi að vinna verkefni fyrir skólann í tölvunni, fylgjast með skilaboðum frá skólanum m.m.. Börnin segjast e.t.v. vera að vinna verkefni með bekkjafélögum á tölvunni og forledrar eiga erfitt með að vita hvað sé rétt í því sambandi.

Í fimmta lagi er tölvan enn ein viðbótinn í tækninni sem foreldrar hafa ekki vaxið upp með og kunna ekki að kenna börnunum að stjórna. Foreldrarnir hafa ekki sem börn þurft að hafa stjórn á tölvunotkun eins og börn þurfa í dag. Þeir hafa því ekki reynslunna af því að setja mörk á þessu sviði, það getur verið erfitt fyrir þá að vita hvað sé varasamt að vera lengi í tölvunni. Það er eflasut hægt að finna fleiri atriði sem sýna að foreldrar eiga erfitt með að stjórna tölvunotkun barna sinna.

Til að geta greint hvort um fíkn sé að ræða er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

Sálfræðilegir þættir sem benda til tölvufíknar:
-Börnin upplifa sterka vellíðun eða sæluvímu á meðan þau eru í tölvunni.
-Erfiðleikar hjá börnunum við að stjórna notkuninni.
-Þau upplifa óslökkvandi löngun til að vera lengur og lengur í tölvunni.
-Börnin vanrækja fjöldskyldu, vini og ættingja.
-Börnin upplifa tómleika, depurð, leiða og eru pirruð þegar þau eru ekki í tölvunni.
-Þau segja ósatt til um tölvunotkun sína.
-Erfiðleikar í námi

Líkamleg einkenni sem benda til tölvufíknar
-Verkir í úlnlið.
-Þurr til augnanna.
-Höfuðverkur sem lýsir sér eins og mígreni.
-Bakverkir
-Röskun á matartímum, t.s. sleppa úr máltíðum.
-Vanræksla á persónulegum þrifum.
-Erfiðleikar með og breytingar á svefni

Byrjum Brunninn
það er mikilvægt fyrir allaforeldra að setja börnum sínum mörk varðandi tölvunotkun, hvort sem þau eiga í vanda með þetta eða ekki. Þeir foreldrar sem byrja snemma (Helst á leikskólaaldri) að setja reglur um tölvunotkun á heimillinnu kenna börnum sínum að þetta er eitthvaðs em þarf að gæta sín á. Flestir foreldrar ungra barna hafa tekið upp sérstakan nammidag og eru þá að kenna börnum sínum að sælgæti sé best í smáskömmtum. Eins geta foreldar gert með „tölvutíma“. Foreldrar geta líka kennt barninu að nota tölvuna á „betri“ hátt. Það eru til mörg þroskandi tölvuforrit og námsforrit sem eru skemmtileg fyrir börnin. Skólavörubúðin hefur t.d. í mörg ár verið með fjölbreytt úrval náms- og leikjaforrita sem eru þroskandi og örvandi fyrir börnin. Það eru líka margir spennandi vefir í gangi eins og skólavefurinn o.fl.. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu með börnunum í mörgu af því sem þau gera í tölvunni til að skilja þennan heim barnanna og vera þáttakendur þar sem annars staðar.

Ég hef í mörgum pistlum bent foreldrum á mikilvægi þess að tölvur (og önnur margmiðlunartæki) séu eingöngu í sameiginlegu rými á heimili barnanna. FORÐIST sem heitan eldinn að gefa börnunum tölvur og þráðlaust net inn á herbergi þeirra því þau ráða mörg hver eki við að stjórna notkuninni.

Hvað skal gera ef foreldrar telja börnin eiga í vanda með tölvunotkun.

Ég hef hitt nokkra hugrakka forledra sem hafa lokað fyrir aðgang barnanna að netinu inni á heimilinu. Það er reynsla margra þeirra að eftir viku eða hálfan mánuð koma börnin „aftur“ þ.e.a.s. losna undan „fíkninni“ og fara að gera eitthvað annað, eins og að spila, hitta félaga og jafnvel lesa bók. Það verður þó að segjast að þetta er sennilega örlagaríkasta aðgerðin og verður að fara varlega í hana.

Besta leiðin til að takast á við þetta er að afla sér upplýsinga (það er hægt að gera á netinu  því netið er jú til margs gagnlegt), kynna sér vel tölvunotkun barnanna, setjast niður með þeim, ræða ástandið, skilgreina vandanna og áhyggjur foreldrana, finna lausnir og fylgja þeim eftir. Þegar um er að ræða að börnin eru ekki til í að takast á við vandann eða jafnvel vilja ekki viðurkena hann verða foreldrarnir að taka af skarið hér sem annars staðar og setja reglur, reglur sem þeir geta verið vissir um að verði framfylgt. Stundum verða foreldrar að leita sér fagastoðar og eru til ýmsir sérfræðingar sem hafa kynnt sér þessi mál.

Hugo
Þegar ég var búin að lesa þetta fyrir með mínum gömlu þá ákvuðum við reglur með tölvuna og ég hef farið eftir þeim. Ég sýndi systrum mínum þetta blað til að vara þeim við tölvu notkunninni því þær eiga báðar tvö lítill sem eru að ná 1-2 árs. Eftir þessar reglur í nokkurn tíma fann eg strax mun á lífinu mínu…ég er ekki að seigja að það eru bara aumingjar sem hanga fyrir framan tölvuna enn svona ég eignaðist 2 nýja vini og nældi mér í kærustu, svo að allir sem eru hérna…kannski er það bara best að standa upp og gera eitthvað. Ég er ekki að seigja að þið eruð aumingjar af því þið náið engu með því að hanga í tölvunni heædur svona ef þið ofnotið þetta þá kannski láta kíkja á þetta ;)
Stjórnandi á :