Hann á 20 ára afmæli í ár... Fyrir 20 árum eða 1987 gaf Konami út leikinn Metal Gear fyrir MSX2 og var í senn fyrsti leikur Hideo Kojima.
Kojima hóf starfa hjá Konami 1986 sem hönnuður. Hann var aðstoðaleikstjóri MSX leikjarins Penguin Adventure og sá leikur varð nokkuð vinsæll. Nokkru síðar var Kojima að vinna að stríðsleik þar sem aðalpersónan var glímukona. Konami hætti við leikinn.
Síðan bað Konami hann að gera stríðsleik. Kojima hugsaði að góður stríðsleikur væri eins og myndin The Great Escape þar sem maður mundi flýja frá óvinum sínum. En Konami voru ekki vissir hvort einhverjir vildu spila hann. Þeir töluðu við Kojima og tegund leikjarins var breytt og Metal Gear varð til.
Leikurinn var stealth-leikur þar sem maður átti að brjótast inn í óvinabúðir og laumast framhjá vörðunum. Í leiknum lék maður Solid Snake, sem að var meðlimur í sérsveitinni FOXHOUND sem átti eyðileggja kjarnorkuvopnið Metal Gear.
Leikurinn var mjög vinsæll í Japan og til þess að koma leiknum á main stream, ákváðu Konami að flytja leikinn yfir á NES. Ultra sá um það að flytja hann yfir og breytti mjög miklu en leikurinn sló í gegn í BNA og þeir heimtuðu framhald.
Konami og Nintendo ákváðu að gera framhald af leiknum en töluðu ekki við Kojima heldur fengu þeir einhvern annan til að semja söguna og Snake's Revenge varð til árið 1990. Leikurinn var ekki mjög vinsæll og mörgum fannst of erfiður.
Einn daginn hitti einn af forriturum Snake's Revenge hitti Kojima í lest og sagði að hann aðdáandi Metal Gear og vissi að Snake's Revenge væri ekki rétta framhaldið og sagðist vilja vinna með honum að rétta framhaldinu. Kojima hafði ekki íhugað framhald af Metal Gear en eftir að hafa heyrt þessa hugmynd fékk hann hugmynd um söguþráð og talaði við yfirmenn sína og Metal Gear 2: Solid Snake varð til.
Leikurinn kom út á MSX2 í Japan og varð mjög vinsæll. Leikurinn hafði bætt stealth gameplayið í Metal Gear og sagan hafði stækkað og varð dýpri en þessi leikur kom hvergi út utan Japan.
Frá 1990-1995 var Kojima að vinna að Policenauts. Síðan frétti Kojima af PlayStation og hlakkaði mikið til að vinna við hana, en allt í einu datt honum í hug að endur vekja Metal Gear-leikina á PlayStation.
Árið 1997 kynnti Konami leikinn Metal Gear Solid á E3-hátíðinni og allt varð vitlaust. Þetta varð vinsælasti leikurinn á sýningunni. Fólk fékk svo að prófa hann þegar hann kom út í september 1998 í Japan, nokkrum mánuðum síðar og í Evrópu febrúar 1999.
Leikurinn sló í gegn. Þessi leikur hafðu gjörbylt leikjaiðnaðinum og þótti hafa bestu sögu fyrr og síðar í tölvuleikjaheiminum. Í þessum leik lék maður Solid Snake(raddleik. David Hayter) og átti maður að stöðva Metal Gear enn á ný. Metal Gear Solid seldist í 6 milljónum eintaka og af endinum að dæma var framhald væntanlegt.
Enn á meðan biðinni stóð fengu PC-eigendur að njóta snilldar Metal Gear Solid og Game Boy fékk sína útgáfun af Metal Gear Solid líka.
Árið 2000 þegar PlayStation 2 kom út gaf Konami nokkra trailera af Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty. Leikiurinn var ókláraður en leit samt helvíti vel út og nokkrum breyting hafði verið bætt við í gameplayið. En þegar leikmenn fengu leikinn í hendurnar 2001 beið þeirra einn twist: 3/4 hluta leikjarins lék maður nýja persónu, Raiden.
Raiden(Raddleik. Quinton Flynn) er nýliði í FOXHOUND og leikmenn tóku ekki eins vel á móti honum og Snake. Leikurinn seldist í 7 milljónum eintaka en eftir atvikið með Raiden höfðu margir misst áhugann á Metal Gear Solid.
Árið 2002 var samið við Microsoft að gera Metal Gear Solid 2 exclusive útgáfu á Xbox, en það var fljótlega hætt við það og var leikurinn gefinn út fyrir PS2, PC og Xbox.
Á sama tíma hafði Nintendo haft tal af Kojima og beðið hann að gera Metal Gear-leik fyrir GameCube en sá leikur tók óvænta stefna því að í mars 2004 kom í ljós að þetta var endurgerð af Metal Gear Solid(1998) með grafík og gameplay-fítusum úr Metal Gear Solid 2 og hlaut nafnið Metal Gear Solid: The Twin Snakes.
En sama ár gaf Konami út Metal Gear Solid 3: Snake Eater fyrir PS2. En þessi leikur kom með nýjungar í stealth-gameplayið: hæfni að lifa af(survival). Leikurinn gerðist í frumskógi en ekki innandyra eða í byggingum. Og leikurinn gerðist líka 1964 og maður lék ekki Solid Snake heldur Naked Snake/Big Boss(raddleik. David Hayter) sem er faðir Solid Snake. En út af MGS2 seldist leikurinn aðeins í 3.6 milljónum eintaka. Samt sló leikurinn í gegn.
Snemma árið 2005 byrjaði Koanmi að auglýsa væntanlega Metal Gear-leiki: Metal Gear Solid 3: Subsistence(endurbætt úgáfa af Snake Eater), Metal Gear Solid: Portable Ops(framhald af MGS3 á PSP) og Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots(framhald af MGS2 á PlayStation 3).
Subsistence slóí gegn með sínu nýju fítusa sem mundu koma aftur í MGS4 og Portable Ops. Og 2006 kom Subsistence í BNA og Evrópu, og tveir leikir fyrir PSP: Portable Ops og Metal Gear Solid: Digital Graphic Novel(gagnvirk myndasaga um MGS1).
Og nú er komið 2007 20 ár eru síðan Metal Gear 1 kom út og Metal Gear Solid 4 kemur út í ár ásamt PlayStation 3 og Portable Ops(fyrir Evrópu). Og miðað við alla trailerana þá lítur þetta vel út.
Leikurinn gerist 2015 og þá eru nákvæmlega 20 ár líka frá því Metal Gear átti að hafa gerst(1995).

Til hamingju með 20 ára afmælið, Solid Snake.