Ég var að detta inn á www.1up.com og þar er stutt grein þar sem er fjallað um hugsanlega endurkomu Fallout seríunnar á markað.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Fallout seríunnar eða forvera hennar Wasteland, þá eru þetta RPG´s sem gerast í náinni framtíð eftir kjarnorkustyjöld og fjalla um eftirlifendur, sem þurfa að berjast við stökkbreytla, glæpamenn, trúarofstækismenn og alls kyns vitfirringa, eða ganga í lið með þeim.

Þeir sem hafa verið að forvitnast um Fallout 3 vita af “Van Buren” leik sem var óopinberlega sagður vera Fallout 3, en fyrir nokkru síðan stigu Interplay menn á stokk og sögðust ekki ætla að gera Fallout 3. Ástæður þess voru á huldu, en innanbúðarmenn sögðu að ástæðan væri að það ætti að einblína á PS2 markaðinn með “Fallout: Tactics”, vegna “markaðsástæðna”. Þar sem Black Isle Studios verða ekki með leikinn á sinni könnu, eru uppi efasemdir um gæði leiksins, en Interplay sem á réttinn að Fallout seríunni, ætlar að gefa út yfirlýsingu fljótlega um hverjir munu framleiða leikinn.

Persónulega er ég orðinn ansi spenntur og vona að þessi snilldar leikjasería sé að vakna til lífsins og koma með smá sci-fi roleplay, handa okkur sem fíla ekki að pota sverðum í prinsessur og bjarga drekum frá útrýmingu.