Ég vil fagna og kynna “tölvuútgáfu” besta play-by-snailmail leik allra tíma.
Nú á haustdögum fékk ég email frá góðum vini mínum og spilafélaga. Emil innihélt aðeins eina setningu og link.
“The game is afoot!!”
Ég smellti mér strax á linkinn og sá þar að einhver snillíngur hafði í sinni litlu tilveru hannað Graphical User Interface (GUI)á gamlan og góðan “Austerlitz the rise of the eagle” (gamall póstleikur nú e-mail leikur).
Leikurinn er strategí leikur fyrir þá sem eitthvað þykjast geta á því sviði.
Leikurinn hefst í Janúar 1808, leikmenn taka að sér hlutverk stjórnenda eins af 16 Evrópuríkja þess tíma, þ.á.m: Rússlands, Bretlands, Frakklands, Prússlands, Austurríki-Ungverjalands, Osmanaríkis, Spánar og Danmerkur!! ofl. Hvert ríki hefur sína eigin sérstöðu; bæði landfræðilega, efnahagslega og pólitíska (sem er að sjálfögðu blanda af fyrrnefnda).
Her hvers ríkis er einstakur að úrvali hermanna og hver sveit sem hægt er að byggja hefur sína sérstöðu, herirnir eru líka missterkir eftir löndum en flest löndin bæta lélegan her upp annarsstaðar.
Floti gegnir lykilhlutverki fyrir mörg löndin og endurspeglar úrval herskipa og kaupskipa í leiknum það.
Verslun er möguleg bæði milli leikmanna og við verslunarborgir (31 talsins) og getur munað um hverja milljón sem menn hala inn þá leið þegar þeir fara að undirbúa innrás í Rússland (ekki veitir af).
Efnahagsuppbygging er mikilvæg og byggist hún uppá að menn þurfa að eiga ore námu sem þeir síðan nýta með verksmiðjum en verksmiðjurnar þurfa líka við til að brenna og vefnaðarvöru (sennilega í búningana á hermennina) en hún er unnin af gömlu góðu sauðkindinni sem leikur lausum hala um þjóðvegi lands þíns ;)
Ýmislegt annað kemur að efnahag þjóðarinnar en ég ætla að nægja að nefna MAT, en búgarði þarf að byggja til þess að sjá stækkandi þjóð þinni fyrir heitum graut yfir veturinn.
Ekki of flókin samsetning en samt nógu flókin til þess að hver sá sem ekki kynnir sér efnahaginn getur alveg eins sleppt því að skrá sig í leik.
Ekki má klikka á að nefna NÝLENDURNAR en að undanskildu Evrópukortinu þurfa leikmenn að taka þátt í og fylgjast með framvindu mála á Indlandi og í Karabíska hafinu en þar er hægt að ná sér í gull, járngrýti og zink ásamt fleiru til þess að styrkja stöðu sína (eða ná sér í þýfi með sjóránum).
Austerlitz verður sennilega ekki fyllilega gert góð skil í stuttri grein en leikinn má ekki reyna að kynna án þess að minnast á SIMULATED BATTLE.
Sim-orrustur verða þegar herir af nógu mikilli stærðargráðu mætast, en þá fá leikmenn sendan heim vígvöll þar sem þeir þurfa að stilla upp tindátunum sínum og gefa þeim skipanir sem hermennirnir reyna svo að fylgja í orrustunni eftir getu. Orrustan spilast svo fyrir augum þér í 25 turnum þar sem þú sérð áætlanir þínar verða að engu frammi fyrir óvægum múskettum óvinarins eða þá að riddaralið þitt hrekur óvininn á flótta og brytur í spað.
En eitt er víst, það er sama hversu stóran her þú hefur eða hversu öflugur efnahagurinn er, það kemst enginn langt nema beita fyrir sig bæði stjórnkænsku og beittri pólitík.
Nóg er nú sagt um leikinn að sinni, ef einhverjir eru áhugasamir, endilega sendið mér spurningar eða birtið fyrirspurnir.