Jæja - þá er enn eitt árið að líða og margir búnir að eyða ófáum klukkutímunum fyrir framan tölvuskjáinn. Að sjálfsögðu var tímanum ekki alltaf jafnvel varið og margir leikir ársins voru ekki krónu virði. En sem betur fer komu líka út margir mjög góðir leikir sem standa uppúr ruslinu. Hvað fannst ykkur? - Hvaða leikir voru bestir í þessum flokkum? Hér kemur mín skoðun.

Íþróttaleikur - NBA 2004
Flugleikur - Spilaði ekki marga en Flightsim 2004
Bílaleikur - Need for speed - Underground (Ber af)
Skotleikur/hasarleikur - Call of duty
Ævintýraleikur (point and click) - Broken sword
Hlutverkaleikur - Knights of the old Republic - ALGJÖR SNILLD
Herkænskuleikur - Spilaði nokkuð marga en enginn mjör góður. Nefni þó hér Warcraft 3 - En fílaði hann samt ekki alveg (Herkænskuleikir eru deyjandi fyrirbæri ef ekki kemur til meiriháttar breyting.

Besti leikurinn - Ekki auðvelt en verð að segja Starwars - Knights of the old Republic. Frábær leikur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ég er ekki mikill aðdáandi Starwars en leikurinn gæti breytt því.

Mestu vonbrigðin
Ég á mér tvö mestu vonbriðgi. Eða kannski ég ætti að segja þrjú. Í fyrsta lagi er að nefna CM útgáfurnar sem komu út á árinu. Það er hreint hneyksli að nokkur útgefandi tölvuleikja skuli komast upp með það að senda frá sér, ekki eina, heldur tvær hálfkláraðar útgáfur af SAMA leiknum. Og það sem verst er… það er til hellingur að fólki sem bara finnst það allt í lagi. Neibb - hingað og ekki lengra segi ég. Ég vil ekki að framtíðin verði þannig að það þurfi að kaupa kassa út í búð með seríal númeri fyrir 3000 krónur, bara til þess að koma heim til að dl sjálfum leiknum af netinu. Þetta er framtíðin ef við ætlum að leyfa fyrirtæki eins og SIgames að komast upp með svona lagað.

Önnur mestu vonbrigði mín eru, að þrátt fyrir að margir stórir netspilunarleikir hafi komið út á árinu (MMORGP), virðist mér sem enginn þeirra sé að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir. Og þar með er talinn annars okkar ágæti Eve Online. Það er mín ósk að næsta ár eigi eftir að færa okkur einhvern MMORPG leik sem er ekki bara kynningin ein og orðin tóm. En ég er ansi hræddur um að svo verði nú samt þrátt fyrir að stór nöfn séu að koma út.

Jæja félagar. Nú væri gaman að heyra frá ykkur. Hvað fannst ykkur um leikjaárið 2003? Hver var besti leikurinn? Og eftir hvaða leik bíður þú á árinu 2004.

Ég þakka öllum fyrir árið og vona að þið eigið eftir að eiga gott 2004 leikjaár.