Medal Of Honor Allied Assault Medal Of Honor Allied Assault er leikur sem er að sækja á í íslenski leikjasamfélagi varðandi netspilun og að mínu mati hefur hann verið rosalega vanmetin en menn virðast vera átta sig á skemmtanagildinu sem hann hefur og er það bara gott mál , t.d hafa margir líkt þessu við Battlefield 1942 sem er ekki raunhæft því þessi leikur er allt öðruvísi en á samt eitt sameiginlegt með Battlefield 1942 og það er að menn þurfa að spila saman til að ná árangri.

Um hvað snýst þessi leikur (netspilun}

ok það eru 2 lið Allied og Axis og menn geta valið hvor megin við línuna maður er og þetta er fyrstu persónu skotleikur og valið á milli vopna er ýmislegt, Allt frá skammbyssum og upp í bazooka og geta menn skipt um vopn á milli umferða.

Netpilunin skiptist í 3 hluta

Free for all
þar sem allir spila allir á móti öllum og geta menn eins og áður valið á milli Allied og axis

Team match
þar eru liðum skipt í tvennt Allied á móti Axis (döö)
og er það hægt að spila þannig að menn reyni að ná eins mörgum fröggum innan ákveðin tíma og vinnur það lið sem hefur flest fröggin og eða að leikurinn er stilltur á t.d 100 frögg og það lið sem kemst fyrst í 100 frögg vinnur.

Objective
Er sem fyrr tvö lið Allied á móti Axis og snýst þá bardagin t.d um að að Allied á að setja sprengju á fallbysu og þarf það að gerast innan ákveðins tíma og axis eiga þá að verja fallbyssuna og vinnur það lið sem nær að drepa alla í hinu liðinu á undan og eða sprengjan springur eða axis nær að hald avörn út tíman þá vinna þeir.

þetta síðasnefnda er mest spilað hér á íslenskum serverum og í augnablikinu þá eru þessir serverar 2 þannig að þeir sem hafa gaman af þessum leik þurfa ekki að fara á erlenda servera til að spila
Nokkur félög (klön) eru virk í þessari netspilun og eru þau eftirfarandi

[CurraHee] heimasíða http://www.currahee.is

en þess má geta að meðlimir í þessu klani hafa unni mikið starf og eiga mikið í því að þetta mohaa samfélag er það sem það er í dag og hafa haft gott samstarf við =The=Equals= og [KAYA] við að gera þetta samfélag skemmtilegra

=The=Equals= heimasíða http://www.simnet.is/equal/

[KAYA] heimasíða http://www.simnet.is/kayaclan/
Eru einnig að spila Battlefield 1942

=]|[Mekka]|[= heimasíða [url]http://www.mekka.tk/

og svo er einnig spilarar sem eru ekki komnir með fullskipuð lið eða heimasíður og má sem nefna dæmi jogging og tjarnarbrúargengið (held að þetta sé rétt) og einnig fullt af spilurum sem eru ekki í neinum klönum.

Tilgangur minn með þessu skrifum er sú að vekja athygli á þessum leik og hvetja menn til að koma að spila það er jú alltaf gaman að fá fleiri inn í netspilun og hver veit nema þarna úti leynist hinn fullkomi stríðsmaður.

Einnig er kominn viðbótarpakki fyrir Mohaa og kallast hann spearhed og kemur mjög líklega server fyrir hann en ég fjalla ekki um það að þessu sinni .

En þess má geta að það þarf að fylgja ákveðnum reglum í þessu eins og öðru og eru ákveðnar reglur sem gilda á serverunum og
er hægt að kynna sér allt um það og serverana á heimasíðu [CurraHee] http://www.currahee.is

Ég mæli með því að ef þú hefur gaman af netspilun á annaðborð að þú kíkjir á mohaa og við tökum vel á móti þér

kv [CurraHee] General Attila
—————————–