There and back again:


Glös og bolla og botél öll
brjótum við og brömlum,
skvettum út um víðan völl
víni af belgjum gömlum.
En húsbóndinn, helst er hann til tálma
Hvaða læti, hvaða læti, hvað er hann að mjálma.

Beygla gaffla, brenna göt
í borðdúkana fína,
best er að láta fljúga föt
og feiti í kodda klína
Og húsbóndinn, hvað er hann að skæla
Hvaða læti, hvaða læti, hvað er hann að væla.

Á leirtauinu í ljótum pott
lurkahöggin dynja
og látum þennan leiða þvott
loks um gólfin hrynja.
Og húsbóndinn, hringsnýst um sig sjálfur
Hvaða læti, hvaða læti, hann er eins og kálfur.


En nokkru seinna sungu dvergarnir um fyrirhugaðar dáðir sínar og gamlar sorgir, því að Smeyginn hafði næstum útrýmt ætt þeirra er hann réðst á Fjallið eina:


Um þokufjöll við förum köld
með forynjum og hellafjöld.
Við horfum upp til hájökuls
og hugur leitar roðagulls.

Þar dvergar unnu dag og nótt
og dundu hamrar ítt og tótt.
Mörg var þeirra meistarasmíð
í myrkum sölum undir hlíð.

Fyrir aldna kónga og álfaþjóð
þeir unnu margan dýran sjóð.
Með demant létu ljósið fölt
lýsa inn í sverðahjölt.

Á silfurhálsbands streng var stráð
stjörnubliki um blómaláð.
Í drekaeldsins víraverk
þeir vófu tungls og sólarserk.

Um þokufjöll við förum köld
með forynjum og hellafjöld.
Við höldum aftur heim til ranns
og heimtum okkar gull og glans.

Þeir ristu klára kristallsstaup
og knúðu fagran hörpu laup.
Þeir milda söngva mærðu fram
sem mannlegt eyra ei nam.

Þá var sem stormur færi um fjall,
feigðar var það ógnarkall.
Rauður blossi barst um hlíð,
og brunnu trén í neistahríð.

Saman klingdu klukkurnar
en kom þó ei að liði par.
Því yfir dundi drekafár
sem drap og brenndi allt sem stár.

Fjallið allt í ösku og sút,
ætluðu dvergar að flýja út.
En ófreskjan þá undir tróð,
úti var um þeirra þjóð.

Um þokufjöll við förum köld
með forynjum og hellafjöld.
Við heimtum okkar hörpugull,
vor harmaskál er barmafull.


Þennan söng heyrðu Bilbó og félagar þegar þeir gengu inn í Rofadal:


Velkomnir verið þið
vinir úr ferð.
Komnir frá tröllum,
og trunttrunt í fjöllum.
Klárarnir lúnir,
veifa þeir töglum,
hófarnir snúnir,
herða þarf skeifur
með hestskónöglum

Velkomnir verið þið
vinir í hlað.
Gangið í bæinn
Baggi úr Botni.
Balinn og Dvalinn
og dvergaskegg lafa
sem snúninginn hafa
langt niður á tær.

Velkomnir verið þið
vinir að borðum.
Ilmar af brenni
og bökuðu brauði.
Borð ykkar er búið
af spikfeitum sauði
sem á teini er snúið.
Krásir til að seðja
og glasavín að gleðja

Velkomnir verið þið
vinir að gista.
Leggist í lundinn
um lágnættið blíða,
lúann úr beinum
látið þið líða.
Svefn gefur hvíld
í húmi nætur
uns þið farið á fætur.


Þetta sungu dríslarnir í Þokufjöllum er þeir drógu fanga sína eftir göngunum til stórdrísilsins:

Klappa, stappa! Kremja og lemja!
Karla þessa látum við emja.
Berjum þá og bindum á grindum,
bölvum þeim og lemjum og pyndum.
Dumpum þeim í dríslavítin,
drögum þá í versta skítinn.

Skratta, patta, skrukka og pukka!
Skulum við í búkin á þeim krukka.
Pumma, lumma! Potum í þá stöngum!
pínum þá og klípum með töngum!
Bönkum þá og berjum með hömrum
byrgjum þá í for undir kömrum.

Svissa hviss! Hrynja og stynja!
Svipuhöggin látum á þeim dynja.
Þrjótar þessir vel mega þræla,
þýðir lítið fyrir þá að skæla.
Ropa, gopa, rumpa og prumpa!
ræfla þessa látum í holræsin dumpa.


Þegar dríslarnir höfðu umkringt trén þar sem að Bibó og Co. höfðu klifrað uppí þá byrjuðu dríslarnir að kveikja í þeim og sungu sér gleðisöng:

Smávinir fagrir fimmtán í trjánum,
fjarska er þeim orðið heitt á tánum.
Ætli þið fuglar fljúga kunnið
ef fiðrið á ængjum er sviðið og brunnið?
Hvort skal þá lifandi í hreiðrum steikja
eða hamfletta á logunum reykja?
Þeir mega syngja svo sem þeir geta,
en síðast munum við alla éta.

Brenni brenni barrið
og burknakjarrið.
Hæhó!
Grillum þessa dvergadindla,
drepum þá sem brennandi kyndla.
Hæhó!
Sverfa skal að stæltu stáli,
steikjum þá í logandi báli.
Hæhó!
Hitnar þeim af böggunum hrísa,
hræin skulu nóttina lýsa.
Hæhó!


Þetta ljóð sungu dvergarnir á meðan að föruneytið dvaldi í húsakynjum Björns Birnings:

Þó vindur rísi á visnuheiðum
varla bærist í skóginum grein.
Í skjólinu felast skepnur latar
og skuggabaldrar liggja við stein.

En ef hann upp rýkur á rangala fjalla
og rokinu kastar frá háfjallageim,
úti er friður og fururnar stynja
og fölnandi laufin þjóta á sveim.

Ef aftur fer vindur í austur,
þá varlega kyrrist greinanna fál.
Í stað þess hann reiðist með fjúkandi blístri
og rífur af akri upp flaksandi hálm.

Í grasinu hvín hann og hviðurnar þeytast,
um hvanngróna velli fer hann á ið.
Á mýrum og fenjum hann rásnshendi reytir
reyrstangaþykknin árbakka við.

Illviðargnýr fer um Einafellstindinn,
undir þar dreiki í holinu býr.
Vindur frá klettum svörtum af sóti
og sviðnum hlíðum hið bráðasta flýr.

Svo kveður hann fold og fýkur í burtu
um fjarlægt næturhiminsins haf.
En máninn hann grípur og setur í seglin
og silgir á braut undir stjarnanna traf.


Hér eru ein uppháalds ljóðin mín úr hobbitanum. Þegar Bilbó söng um hve ljótar köngulærnar væru til þess að ergja þær, þýðing þorsteins er einnig svo skemmtileg:

Ég er bara lítil fluga
og flýg burt frá þér.
Ógeðsleg suga,
aldrei skaltu ná mér.
Ljótakussa!
Leiðahlussa!
Aldrei skaltu ná mér,
kóngulóarkussa!

Kóngulóin feita
falin fluga er ég.
Kann ég vopni að beita,
vef þinn sker ég.
Tuddapadda!
Buddasadda!
Aldrei skaltu ná mér,
kóngulóarpadda!

Æðarkobba og letilobba
ætla mig að éta,
en aldrei þó það geta.
Þær komast strax í bobba,
ósýnileg veiði og ekki gefin
í vefinn.

Erfitt þeim reynist
að vita hvar ég leynist.
Vel er ég gómsæt,
vissulega ágæt.
En aldrei samt þær ná mér
alveg frá sér.


Þennan söng sungu álfar nokkrir á meðan þeir voru að henda víntunnum sem í raun voru fullar af dvergum í ánna sem áttu svo að fljóta til vatnaborgarinnar:

Veltum og veltum og vöggum
vínámum og köggum.
tökum þennan tunnufans,
tómar skulu þær stíga dans.
Látum þær léttar gossa,
niður flúðir og fossa,
fljótandi hoppa og hossa
á farleið til framandi lands.

Látum fljóta um svalan seim,
siglið nú til baka heim.
Kveðjið falda konungs höll,
kveðjið norræn bröttufjöll.

Burt úr helli grettum, grám
greiðið för und skógi hám,
-og nú liggur leiðin hvert?
Loftið undir vítt og bert.

Framhjá sefi og framhjá reyr,
framhjá bökkum líður þeyr.
Í þokumóðu augun blind
ætli hún verði alveg týnd.

Horfið upp um stjörnu stig,
í straumi mættu þær spegla.
Dreymið þegar dagur rís
um dýrðarinnar paradís.

En þá er sveigt í suðurátt,
þar sólin skín á himni hátt.
Þangað sem allar þagna þrár
og þrungna gullin tár.

Látið fljóta um svalan seim,
siglið nú til baka heim.
Kveðjð falda konungs höll
kveðjið norræn bröttufjöll.


Þetta lag sungu vatnabúar þegar þeir fögnuðu dvergunum og héldu að gamlir spádómar myndu rætast: Að Smeyginn yrði drepinn og að byggðin myndi “fljóta í gulli”:

Konungur undir Fjalli,
úthöggvinn í stein.
Konungur silfurlinda,
kemur aftur heim.

Höfuð hans skal krýna,
harpan strengd á ný,
gullnir salir glymja
gleðisöngvum í.

Skógar fjöllin skrýða,
skín yfir landið sól.
Glampar allt í gulli,
grasið vex á hól.

Tifa árnar tærar,
tindar á vatnafjöld.
Konungur undir Fjalli
tekið hefur völd.

Á heimleið áttu Bilbó og Gandalfur leið í gegnum Rofadal og sungu álfarnir þar þessa söngva fyrir þá:

Drekinn er visinn,
bein hans brotin,
brynja hans gisin,
ógn hans þrotin.
Sverðið hið skarða
og hásæti garða,
í herstyrk hins harða,
hátt rís sem varða.
Gras mun þá gróa,
og grænsskrúð hlíða
og laufskrúð víða
lifna um skóga.
Kristöllum klingjum
álfar og syngjum
Komið tra-la-lala
niður til dala.

Stjörnur skína skærar
en skart á fögrum fljóðum.
Tunglið lýsir tærar
en silfurspöng í sjóðum.
Eldur logar hlýrri
í arinskuggans glóðum,
en gull æur námu nýrri
í gróðaseggins skjóðum.
Klukkum við hringjum
Álfar og syngjum
komið tra-la-lala
niður til dala.

Hvert skal núna halda,
hvar ætliði að tjalda.
Árnar áfram renna,
stjörnurnar brenna.
Léttu af öllum þunga,
burt með þennan drunga,
gleðstu meðal ungra
álfa og álfameyja.
-Eitt sinn skal hver deyja!
Vín á glösum klingjum
álfar og syngjum
komið tra-la-lala
niður til dala.

Syngjum af gleði, syngjum öll saman,
sönginn í trjánum, blæinn í skuggum.
Stjörnur út sprina, tunglið í blóma,
næturbirta í himins gluggum.

Dönsum af gleði, dönsum öll saman,
dúnmjúkt er gras undir fjaðrandi fæti.
Silfurá flýtur í flöktandi straumi.
Fangnandi maíötíð með gleðinnar læti.

Fögnum af gleði, fögnum öll saman,
friðsælan blíða draumum oss vefur,
vaggar í svefnin í fagnaðar faðmi.
Förusveininum hvíldina gefur.

Sofðu rótt, sofðu rótt,
Hljóðni hlynur og reynir.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
þagni álmur og einir.
Blíða nótt, sofðu rótt,
aðeins andblær á vegi,
uns birtir af degi.

Þetta ljóð raulaði Bilbó þegar hann var aðeins spölkorn frá Baggabotni:

Vegir liggja langt í allar áttir
um eyðifjöll og myrkurdimman skóg,
um heiðalönd og kaldar klettagáttir,
um kvísl sem aldrei framrás fær í sjó.
Langförull þú glímdir við snæviþaktar þrautir,
en þekktir líka vorsins síl í maí.
Bar þig yfir blómum vafðar lautir
og blésu vindar ljúfum sunnanblæ.

Vegir liggja langt í allar áttir
óralöng var orðin vegferð þín.
Aftur loksins heim þó halda máttir
til hólsins þar sem fegurst sólin skín.
Eld þú hafðir reynt og hjörva hríðir
og hrylling þann er fossar banablóð.
En gott er að mega höfði halla um síðir
og hlýja sér við arineldsins glóð.

Hann daxi vildi fá þetta hingað og auðvitað varð ég við þeirri ósk.
acrosstheuniverse