VARÚÐ-Ekki lesa greinina ef þú ert ekki búinn að sjá eða lesa allan Lord of the Rings Þríleikinn eða búinn eð horfa á Lion King.


Ég var að horfa á Lion King sem er meistaraverk eitt og sá þá hvað Lord of the Rings og Lion King eru rosalega lík.

Lion King fjallar um Simba, en pabbi hans verður fyrir fullt af antílópum og deyr. Frændi hans sem er siðblindur, klikkaður eða eitthvað þar á milli tekur yfir landinu og rekur Simba, sem er auðvitað bara ungi, í burtu. Simbi hittir Tímon og Púmba og gengur til liðs við þá, fer að éta pöddur og notar þetta fræga mottó Hakuna Matata. Simbi vex úr grasi og allt í einu hittir hann Nölu (besta vinkona hans þegar hann var lítill) fyrir tilviljun og biður hún um hjálp við að steypa frænda hans af stóli. Simbi vill ekki fara með henni og “gera það sem hann var fæddur til að gera”. Hittir hann þá “brjálaðan” apa sem já, ber í hann vitinu og Simbi fer og ætlar að bjarga ríki sínu.

Er það bara ég eða er þetta ekki dáldið líkt Lord of the Rings? Eða eru allar konungasögur eins?

Aragorn fær ekki að giftast Arwen svo að hann fer á slétturnar. Síðan flækist hann inn í hringastríðið. Aragorn fer um Dauðraslóðir og vill “vera sá sem hann var fæddur til að vera” og ætlar að endurheimta krúnuna. Dynþór má ekki vita að hann sé að koma. Dynþór kveikir í sér og deyr. (Frændi Simba brann líka til bana). Aragorn vinnur stríðið og giftist Arwen.


Tímon=Pípinn
Púmba=Kátur
Simbi=Aragorn
N ala=Arwen
Apinn=Gandalfur

er þetta bara ég eða eru þessar sögur ekki dáldið líkar?

Fantasia