Um fyrsta fund Berens og Lúþíenar Ok, kannski ekkrt allt of góð grein, en ég á bara The Book Of The Lost Tales I, =
ekki kaflann um Beren og Lúþíen, en ég hef a.m.k. Silmerillin mér til stuðnings.

OK, hér byrjar greinin:

Um fyrsta fund Berens og Lúþíenar.

Barahír vildi víst ekki yfirgefa Furulönd - Dorþóníon, og Morgot hundelti hann eins
og aðra á þessum tímum. Að lokum var hann einn uppistandandandi af liði sínu ásamt
12 félögum.Barahír leitaði næst stað fyrir bækistöð sína hjá Rökkurvatni - Tarn Ælúín.
Einn af félögum Barahírs var Gorlimi Ángrímssonur. Eiginkona hans var Eilín og þau
elskuðust víst heitt eins og allir á þessum tíma s.s.Túor og Íðril Silfurfætla, en það var
víst áður en “bölið” skall yfir. ÞEgar Gorlimi hins vegar skrapp heim til sín frá
stríðinu á mörkinni, kom hann að rændu húsi…og yfirgefnu. Konan var horfin, án
þess að hann hefði hugmynd um örlög hennar; hafði hún verið tekin höndum…eða
drepin? Þá ákvað hann að ganga í lið með Barahíri og varð hann nú ofsafengnastur og
örvæntingafyllstur allra í hópnum. En efasemdir nöguðu hjarta hans, kannki var Eilín
ekki dauð. Þess vegna laumaðist hann stundum til hús síns, en þjónar Morgots
komust að því og sögðu þeir Morgoti það.
Það var eitt sinn að haustlagi, að hann fór að heimsækja húsið sitt og sá þá ljós í
glugga. Hann gægðist inn og sá þar Eilínu sitjandi inni, andlit hennar margað rúnum
sorgar og sults; honum fannst hún jafnvel kveinaog ákala hamm fyrir það að hafa
yfirgefið sig. En þagar hann kallaði til hennar…BOOM…ljósið slökknaði, úlfar vældi
og allt í einu voru þungar hendur veiðimanna Saurons komnar á axlir hans. Þannig
gekk Golrimi í gildru Saurons. Þeir fóru með hann til herbúða sinna og pynduðu
hann til sagna á verustað Barahírs. Þegar hann vildi ekkrt segja, lofuðu þeir honum að
hann mætti fara til Eilínar. Að lokum sárþjáður af þránni til eiginkonu sinnar, gafst
hann upp. Hann var þá færður fyrir framan Sauron, en hann sagði við hann: „Mér
hefur verið tjáð að þú viljir eiga kaup við mig. Hvaða verð setur þú upp?”
Golrimi beiddist þess eins að fá að sjá Eilínu og að hann skildi ásamt henni vera
sleppt, en hann hélt að hún væri enn í vörslu þeirra.
Þá glotti Sauron og mælti: „Lítil er sú þóknun fyrir stórsvik. En svo skal vera. Og
leystu þá frá skjóðunni!”
Gorlimi iðraðist gera sinna strax og vildi draga þetta til baka, en skelfdur af augnaráði
Saurons, og sagði hann loks allt sem hann vissi. Þá hló Sauron; og hann hæddist að
Golrima og sagði loks við hann: „Þú sást ekki nema vofu í gegnum gluggan, sem
gerð hefði verið af töfrum til að nappa hann í gildruna; því Eilín hafði dáið fyrir
löngu.” „Þrátt fyrir það skal ég veita þér ósk þína.” og hann lét drepa hann.
Með þessum hætti komst up um felustað Barahírs og þmorgot með slægð sinni lét
leggja fyrir hann svikanet. Orkarnir laumuðust að bæli útlaganna um nótt, rétt fyrir
dögun, komu þeim á óvart og drápu þá alla, nema einn. Því Beren hafði farið í sendiför
af föður sínum, að njósna um Óvininn og hann var því eigi í búðunum þegar ráðist var
á búðir Barahírs / útlaganna. En þar sem hann komst ekki á áfangastað fyrir nóttina,
gerði hann sér ból í skóginum. Hann dreymdi að hræfuglar sætu þétt sem lauf á nöktu
tré á tjarnarbakka og blóðið draup af goggum þeirra. Rétt á eftir því kom vofa Golrima
yfir vatnið og lýsti á hendur sér svikunum, og sagði honum að vara föður sinn,
Barahír, við.
Þá vaknaði Beren og flýtti sér heim en þar voru bara hræfuglar. Beren jarðsetti bein
föður síns, reysti steinvörðu, og trengi heit hefndar til hins myrkra valds Angbanda.
Fyrst elti hann morðingjana, og kom hann að þeim að næturlagi í herbúðum þeirra að
uppskrettum Rívilsár yfir Blóðfenjum og af því að hann var vanur felulífi skóganna,
komst hann óséður að búðareldi þeirra. Þar var Orkaforinginn að gorta að afreki sínu
og hélt hann á lofti sönnunargagni fyrir því að erindi sínu væri lokið; hendi Barahírs.
Hringurinn sem hann hafði fengið að lífgjöf af Felagunda, var enn á sínum stað. Þá
stökk Beren undan kletti og drap Orkaforingjann, tók höndina og komst undan með
hjálp örlaganna; því að það varð svo mikið öngþveiti meðal orkana, en það leiddi til
þess að örvar þeirra geiguðu.

Fjögur næstu árin reiikaði Beren um Furulönd, einmanna útlagi, en hann gerðist
vinur fugla og fjár sem liðsinntu honum og komu ei upp um hann; frá þeirri stundu
neitti hann ei kjöts, né banaði neinni lifandi skepnu, fyrir utan skepnur Morgots.
Hann vék sér aldrei undan ógnum dauðans, en hann hafði kosið hana frekar en
fangavist, en hann var þó svo djarfur og tilitlaus í örvæntingu sinni, að hann slapp
bæði við fjötra…og dauða; sem einfari vann hann þvílíkar hetjudáðir, að sögurnar
bárust inn í hið “læsta” land Beltisland - Doríat. Morgot lagði að lokum fé mikið til
höfuðs hans, en sú upphæð var jafn mikil og hann hafði áður lagt til höfuðs Fingoni
Hákonungi Nolda, en þrátt fyrir það flýðu Orkar frekar ef að þeir fengu vitneskju um
hann í nánd. Að lokum voru margir herflokkar; öllu heldur her, sendur til að ná
honum, en herinn var undir stjórn Saurons (link) ; en Sauron kom einnig með varúlfa
sína, hræðilegar ófreskjur sem hann hafði fyllt illum öndum.
Öll hásléttan fylltist af illþýði og að lokum varð Beren að yfirgefa Furulönd, eftir það
að hafa komist í hann krappan. Um veturinn þegar snjóað hafði oft, yfirgaf hann
landið og gröf föður síns og fór að klífa upp á hærri tinda Gorgoróts - Ógnarfjalla, en
þaðan eigði hann Doríat í fjarska, og fékk þá hugmynd að þangað skyldi hann stefna;
niður í varða konungsríkið, en þar hafði enginn mannlegur fótur stigið.
En hann átti ei auðvelda suðurför. Snarbrattar brúnir Ógnarfjalla voru erfiðar til
klifurs og undir klettum þeirra voru kolsvartir skuggar á sveimi sem höfðu verið þar
frá því áður en tunglið reis. Undir þeim lágu einnig auðnir Dúngorþebs,
Ógnardauðadal þar sem galdur Saurons og Melíönu mættust., þar sem hryllingur og
tryllingur áttu samleið. Þar voru á sveimi ristaköngulær, en þær voru ekkret annað en
ógeðsleg afsprengi Úngolíats og spunnu þær ósýnilega vefi til að hremma allt sem
hræðist; þar voru einnig ófreskjur sem áttu uppruna sinn að rekja allt til
miklamyrkurs, en þær leituðu matar með mörgum glyrnuklösum. Í þessu vofulandi
var enga fæðu að finna fyrir hvorki Álfa; né Menn, aðeins dauðinn fann æti á þessum
stað. Sú háskaför (ég myndi kalla það sjálfsmorð) taldist ekki minnst afreka Berens,
en hann var fáorður um hana, því að hann vildi ekki rifja upp hrillinginn, og því fékk
enginn skýringu á því hvernig hann rataði leiðinaog komst heill á húfi allt að
landamærum Doríats, eftir stígum sem hvirki Álfar né Menn dyrfðust að troða. Og
síðan komst hann án viðstöðu í gegnum töfraþræði Melíönu, en hún hafði sjálf spáð
því.
Svo er ælt í Leiþínarlagi, að Beren hafi komið skjögrandi inn í Doríat, grár og gugginn
eftir margra ára neið og hrillings. Han reykaði á fögrum sumardegi um Beykiskóga -
Nelóreð, þangað til að um kvöldið hann fyrst sá Lúþíeni, um tunglris, en hún var
dansandi í hvanngrænu grasinu í rjóðrum Ásgaldvin - Myrká. Þá hurfu af honum allir
fjötrar sorgar, og volæðis og hann töfraðist því að Lúþíen var víst fegurst allra barna
Alföðurs. „Bláum klæddist hún búningi undir skafheiðum himni, augun grá sem
stjörnubjart kvöld, kjóll hennar var sumaður gullnum blómum en hárið dökkt eins og
skuggi skamdegis. Líktust glampa í trjálaufi, eins og kliður tærra lækja, eins og
tindrandi stjörnur yfir móðu heimsins, slík var dýrð hennar og yndisleiki og um allt
andlit hennar lék skýnandi byrta.”
En hún hvarf honum og hann gat frá þeirri stundu eigi mælt orð af vörum, eins og
maður sem liggur undir álögum og hann reikaði þannig um skógana, en í hjarta sínu
kallaði hann ana Tinúvíel, en það þýðir næturgali.

Þannig komu fyrir fundir Berenar og Lúþíenar í fyrsta sinn en framhald þessarar sögu
ættu flestir að þekkja.

kv. Amon