“Yet maybe this will lighten your heart,” said Galadriel; "for it was left in my care to be given to you, should you pass through this land. Then she lifted from her lap a great stone of a clear green, set in a silver brooch that was wrought in the likeness of an eagle with outspread wings; and as she held it up the gem flashed like the sun shining through the leaves of spring.

Fellowship of the ring, Farwell to Lórien


The Elessar er þessi græni steinn sem að Galadriel gaf Aragorn þegar að hann fór frá Lothlórien. Þar sem að steinninn kemur mjög mikið við sögu í bókinni og Aragorn var jafnvel nefndur eftir honum þá datt mér í hug að fynna upplýsingar um hann.

Á fyrstu öldinni var semsagt uppi gimsteinasmiður sem að hét Enerdhil. Hann var álfur sem að bjó í Gondolin. (Tolkien virðist hafa skrifað frekar margar útgáfur af þessari sögu, í einni af þeim var það ekki Enerdhil heldur Celebrimor sem að bjó til the Elessar). hann var talinn vera besti smiður meðal álfa að frátöldum aðeins Fëanor. Enerdhil elskaði öll tré og allar grænar plöntur. Það fallegasta sem að hann vissi var þegar að sólin dansaði milli grænna laufblaða á góðum vordegi. Svo að einn daginn tók hann sig til og bjó til fagur grænann gimstein og fangaði inn í hann sólarljósið. Að horfa í steininn var eins og að horfa á sólina í gegnum laufkrónu fagurgræns trés. Allir voru sammála um að þetta væri mesta verk Enerdhils og var steinninn kallaður Elessar (elfstone). Enerdhil gaf Idril prinsessunni í Gondolin steininn og hún bar hann alltaf á sér. Þegar að Gondolin var brennd flúði Idril með steininn og fjölskyldu sína. Síðar gaf hún syni sínum Eärlendil steininn. Þegar að Eärlendil sigldi svo til Valinor var hann með steininn með sér og þannig hvarf hann frá middle earth.
Það eru til tvær sögur um það hvernig að steinninn kom aftur. Önnur er að Olórin (Gandalf) hafi komið með hann með sér úr vestrinu og gefið Galadriel hann. Hin er sú að Galadriel hafi beðið Celebrimor að gera annan einhverntíman á annari öldinni. Þessi annar Elessar á að hafa verið betur skorinn og fallegri enn sá fyrsti en ljósið var daufara þar sem að sólin skein ekki jafn bjart á annari öldinni og á þeirri fyrstu.
Það er allaveg vitað að Galadriel átti steininn hluta af fyrstu öldinni þangað til að hún gaf dóttur sinni Celebrían hann og Celebrían gaf dóttur sinni Arwen steininn. Arwen lét Galadriel fá hann aftur og bað hana um að gefa Aragorn hann ef að hann ætti leið í gegnum Lothlórien.
Þegar að Aragorn varð svo konungur yfir sameinuðum ríkjum Gondor og Arnor tók hann að gamalli venju upp Quenya nafn, Elessar Telcontar sem að þýðir Elfstone Strider.

With that they parted, and it was then the time of sunset; and when after a while they turned and looked back, they saw the King of the West sitting upon his horse with his knights about him; and the falling sun shone upon them and made all their harness to gleam like red gold, and the white mantle of Aragorn was turned to a flame. Then Aragorn took the green stone and held it up, and there came a green fire from his hand.

Return of the king, Many partings
Lacho calad, drego morn!