Hverjir voru eiginlega þessir Istari? Það voru ekki aðeins einhverjir vitkar sem ráfuðu um skóga og stræti Miðgarðs sífellt með einhverjar áhyggjur af hinu og þessu. Nei þeir voru eitthvað mikið meira en það. Upphaflega voru þeir sungnir í heiminn af Alföðurnum. Þeir voru kallaðir Majar, minni háttar Valar.


Þegar skuggi Saurons byrjaði að vaxa og taka á sig form eftir fall Númenors ákváðu Valarnir,í samráði við Alföður, að senda til Miðgarðs anda úr sínum eigin röðum. Þeir skyldu taka mennskt form sem skyldi hungra og þyrsta, þeir skyldu finna fyrir þreytu og sársauka en umfram allt skyldu þeir ekki vera ódauðlegir, því vopn gátu “drepið” þá. En vegna þess að þetta voru göfugir andar gátu þeir ekki dáið sökum ellis. Þeir máttu ekki þröngva Menn né Álfa til eins né neins með valdbeytingu heldur áttu þeir að koma til þeirra auðmjúkir og máttlausir og reyna að láta þá breyta rétt með góðum ráðum. Þeirra verk var að sameina alla í ást og gúddí fíling og upp á móti Sauroni og vélabrögðum hans.

Ekki er vitað hve margir voru sendir nema þeir sem komu til Norður-Miðgarðs. En þar lá mesta vonin, útaf Dúndönunum og Eldar álfunum sem þar voru. En þeir sem þangað komu voru fimm:

Sá fyrsti var göfugur mjög og bar sig vel. Með hrafnsvart hár og rödd sem auðveld var að treysta. Hann var allur klæddur í hvítt og hafði mikla hæfileika í höndunum. Hann var viðurkenndur af öllum sem forseti þessara fimm.
Fleiri komu: tvær klæddir í sjóblátt og einn í jarðarbrúnt. En sá síðasti sem kom var klæddur í grátt. Hann virtis aðeins minni en hinir, aðeins gráhærðari og aðeins eldri en allir hinir sem áður höfðu komið.

En Sirdán skipasmiður sá í honum göfugasta andann og mestu viskuna og fól Narda, einn af máttarbaugum álfa, í umsjá hans. Grái sendiboðinn reyndi að halda því leyndu en Hvíti sendiboðinn komst að þessum skiptum, enda slyngur í því að komast að leyndarmálum annara. Það var byrjunin á leyndum illvilja í garðs Gráa sendiboðans sem seinna meir þróaðist upp í áráttu og spillti Hvíta sendiboðanum.

Seinna meir varð Hvíti sendiboðinn betur þekktur sem Kúrúnír meðal álfa, eða Maður margra hæfileika (The Man of Craft). En hjá mönnunum í suðri var hann þekktur sem Sarúman, það er að segja þegar hann kom til Gondor eftir för sína austur.
Um Bláu sendiboðanna er lítið vitað um. Þeir voru bara kallaðir Ithryn Luin eða Bláu vitkarnir. En þeir fóru austur með Sarúmani en komu aldrei aftur. Ekkert er vitað um afdrep þeirra, hvort þeir spilltust, dóu, urðu fangar Saurons eða stofnuðu sinn eiginn költ og kenndu dauðlegum mönnum galdra og ýmislegt annað sem einkenndi galdramennina sem seinna komu fram. En þessir fyrrum Majar gátu spillts jafn auðveldlega og menn og álfar því þeir voru klæddir í mennskt form.
Sá fjórði, Brúni sendiboðinn eða Radagast (en það þýðir Hirðir Dýranna á tungu Númena), villtist af sínum upphaflega leiðarmarki og heillaðist af dýraflóru Miðgarðs og sneri ekki aftur til hins Blessaða Amanslands.
Aðeins einn af hinum fimm var sannur upphaflega markmiðinu því Sarúman hinn Hvíti spilltist af hugsuninni um að geta þröngvað sínu fram með afli en varð aðeins litla tíkin hans Saurons sem var öflugri en hann.
En aðeins Grái sendiboðinn sem seinna varð kallaður Grái pílagrímurinn (því hann settist aldrei neins staðar að eða fékk einhverja til liðs við sig) sneri tilbaka til Amanslands eftir að hann hafði þjónað tilgangi sínum. Sem var að hindra Sauron í að taka yfir Miðgarð.