Eftir að hafa verið stjórnandi á þessu áhugamáli í tvö ár (og einn af
aðalbaráttumönnunum fyrir stofnun þess) hlýtur maður að hafa smá rétt til þess
að senda inn grein sem bara óbeint tengist umræðuefninu. Vonandi fellur þetta
alla vega í góðan jarðveg.


Jæja, mig langaði bara til að kveðja alla þá sem ég kynnst í gegnum þetta
áhugamál en ég hef ákveðið að segja upp sem admin þar sem að ég er á leiðinni í
háskólanám og frítímanum betur varið í eitthvað uppbyggilegra en að ritskoða
kannanir, greinar og myndir sem er það sem admin-staðan gengur fyrst og
fremst út á.
Ég mun líka yfirgefa hugi.is að nánast öllu leyti, mögulega skýt ég eitthvað upp
kollinum rétt fyrir frumsýningu síðustu Lord of the Rings myndarinnar, kannski ég
jafnvel komi með gagnrýni en að öðru leyti er ég farinn.

Ég er svona hálfvaxinn upp úr þessu hérna, hef meira eða minna misst áhugann á
öllum umræðum á áhugamálinu og hef þess í stað einbeit mér meira að vefnum
mínum, simnet.is/hringur og Tolkien vefjum erlendis. Hef verið voða lítið virkur
upp á síðkastið og ábyggilega bara gott fyrir áhugamálið að annar taki við eins og
hvurslags er búinn að gera. Það væri kannski ekkert alvitlaust heldur að einhver
annar myndi verða stjórnandi með honum.

Ég minnist alls þess sem rætt hefur verið hérna í gegnum tíðina, man eftir
mörgum fjörlegum umræðum (sumum of fjörlegum), mörgum virkum notendum
(sumum of virkum :-)) og mörgu fleiru.

Ég hef kynnst mikið af ágætu fólki hérna s.s. hvurslags, sigzi, Gandalfur,
Azmodan, sveinbjo, bjarni85, Vilhelm, Amon, wasted og mörgum fleirum.
Við ykkur og fleiri segi ég bless og bið ykkur vel að lifa.

Ætla hætta núna áður en ég verð væminn…

Verið þið sæl
Ragnar Björnsson, alias Ratatoskur

Ps. Vona að fólk haldi samt áfram að heimsækja vef minn www.simnet.is/hringur
en ég ætla að reyna halda honum við eins og ég get.