Two Towers leikurinn Halló og gleðileg jól!

Ég fékk TTT leikinn í jólagjöf hann er snilld, hann byrjar á Fotr, fyrsta verkefnið þegar maður byrjar í leiknum er að maður er Ísildur og á að keppa við orka til þess að ná hringnum af Sauroni síðan heldur fotr áfram og kemur þá að Helliströllinu í Moría. Maður getur valið á milli leikmanna um hvort maður sé Aragorn, Legolas eða Gimli síðan fyrir hvert borð færðu einhvern sérstakan pening og þá getur þú keypt einhver vopn og eitthvað meira. Síðan er komið að TTT mér fannst asnalegt að maður keppir ekki á móti Balrokk hann byrjar þegar maður fer út í skóg og keppir þar við orka og nokkur helliströll. Ég er kominn svoldið langt í leikinn (af því ég byrjaði bara í easy) ég er kominn í slaginn í Helms'deep það er erfitt maður þarf að drepa marga orka og síðan að bjarga hurðinni þar sem öll börnin og konurnar eru í þegar það er búið er komið að borði að maður þarf að passa að orkarnir nái ekki að berja hliðið upp svo allir hinir orkarnir komist inn ég er í því borði og ég hef ekki náð að vinna þetta borð, enda í þessu borði þarftu bæði að hjálpa einhverjum í Föruneytinu (fer eftir því hver þú ert) og líka að passa að orkarnir nái ekki að brjóta hliðið upp þetta er mjög vel gerður leikur og ég mæli með því að allir fái ser þennan leik.
kv. Arnór