Melkor Nú ætla ég að fjalla um Valann Melkor eða Morgoth en hann er hinn sanni myrkradróttinn og er upphaf hins illa. Þeir sem hafa lesið Silmerilinn þekkja sögu Melkors og hinna Valanna og geta bætt við og leiðrétt þessi skrif mín. Það er langt síðan að ég sendi inn grein á þessu áhugamáli(aðra en TTT gagnrýnina) þannig að ég er orðinn slappur en ákvað samt sem áður að reyna.

Áður en Valarnir sungu hina Voldugu tónlist hafði Melkor þá yfirgnæfandi þrá að skapa og fór oft út í Tómið í leit að hinum Óslökkvandi eld, en fann hann aldrei. Í upphafi var tómið en Ilúvatar söng stef sem að Valarnir sungu eftir, sem er kallað er hin Volduga tónlist, og með þessari tónlist fylltu þeir í Tómið og það var ekki lengur tóm. Tónlistin þróaðist og Melkori datt í hug að bæta við sínum eigin hugmyndum og sýna þar með vald sitt og dýrð. Melkor vafði hugsunum sínum inn í tónlistina og ýmsir í kringum hann rugluðust og fóru jafnvel að syngja eftir honum, sem sýnir að það er hægt að misleiða alla, jafnvel Valana sjálfa. Tónlistin sem áður var svo fögur var nú bara óhljóð og líktist stormi. Alfaðir stoppaði vitleysuna og hóf annað stef, en Melkor gaf ekki undan og það líktist stríði í formi tónlistar og Melkor virtist ætla að hafa yfirhöndina en Alfaðir hóf nýja tónlist í þriðja og síðasta skipti. Hásalir Ilúvatar nötruðu og allt skalf, tónlist Alföðursins var svo gífurleg. Ilúvatar reis og með honum heyrðist einn tónn, öflugur, glæsilegur, djúpur en samt sem áður skær og tónlistinni lauk. Ilúvatar hafði „sigrað“.

Það sem Valarnir vissu ekki að tónlistin þeirra hafði skapað sýn, sýn þar sem þeir gátu fundið allt sem þeir höfðu gert og þar á meðal ögrun Melkors. Þessa sýn átti að verða að veruleika og voru Valarnir í háum hæðum yfir því. Arda var sköpun Valanna og þeir gátu fundið allar hugsanir sínar þar og Alfaðir bennti Melkori á að þarna gæti hann fundið allat sem hann þráði er hann söng. Valarnir sáu nokkuð sem að þeir höfðu ekki skapað, Álfa og menn, en þeir voru börn Alföðurs og voru sköpun hans. Enginn af Völunum gat beðið eftir að hefjast handa við sköpunina á Jörðinni og var Melkor fremstur þeirra, en innst inni vildi Melkor aðeins illt og það sást þegar sköpunin hófst. Ekki var langt þangað til Melkor og sagði sig dróttna yfir Ördu og meðan Valarnir kepptust við að byggja upp löndin var ekki langt þar til Melkor var var búinn að jafna sköpunverkin til jörðu. Hann leit á Manve sem helsta óvin sinn og í þessu hatri sínu spillti hann mörgum af majunum. Ber þá helst að nefna Sauron sem var upphaflega maji hjá Ylmi en „féll í slæman félagsskap“.

Melkor tók sér form sem hávaxin, myrk vera og var mjög tignarlegur og bar mikil ógn af honum, helsta vopn hans var gaddakylfan Grond.

Valarnir bjuggu nú í Valinor til að komast frá Melkori. Stuttu eftir að Valarnir sköpuðu lampana tvo, fór Melkor að byggja virkið sitt Utumno(kallað á Sindarin Udun, hægt að lesa meira um virki hans í greininni eftir wasted; „Virki Óvinarins“ ). Núna hafði Melkor alls enga sköpunarhæfileika og gat nú aðeins apað eftir því sem fyrir var. Engar skepnur voru komnar í heiminn til að spilla og voru því helstu vopn hans kuldi og myrkur, þau voru það reyndar alltaf. Valarnir tóku eftir því hvernig Melkor fór með ME og gerðu sig tilbúna til að ráðast gegn honum en það dróg á langinn því Melkor felldi lampana tvo og snéri til Utumno og hóf síðar framkvæmdir á nýju virki, Angband, þar smíðaði hann vopn, ræktaði skrímsli og stækkaði yfirráðasvæði sitt.

Þegar álfarnir urðu til kom Melkor fram fyrir þeim sem svört vera á hesti til að fá þá til að hræðast Ormar og í leiðinni alla Valana. Það var þarna sem hann handsamaði fyrstu álfana og tók þá í virki sitt og skapaði orka. Valarnir höfðu nú miklar áhyggjur af álfunum og hófu stríð gegn Melkori og er það nefnt „Battle of the Powers“. Valarnir höfðu betur og Melkor var fluttur í hlekkjum til Valinor og þurfti að þola þar fangavist í þrjár aldir. Þegar þriðju öldinni var að ljúka tókst Melkori að plata Manve til að sleppa honum. Manve trúði því að hann væri búinn að hafna öllu illu og biturleika, en svo var ekki. Melkor gekk meðal álfa Valinor og bauð upp á hjálp sína þar sem hana þurfti til að ekki kæmist upp um hann. Nú voru Noldar komnir langt í smíðum og gimsteinagerðum og Melkor ágyrndist auðæfi þeirra. Melkor fór að segja álfunum hinar ýmsu lygasögur til að veikja traust þeirra á Völunum. Eins og flestir vita skapaði Feanor Silmerilana og voru þeir gimsteinar miklir. Melkor þráði þá meira en allt annað og það endaði með því að hann drap Finwe, föður Feanor, hirti Silmerilana og eyðilagði tréin tvö með hjálp Ungúlíant. Eftir þetta flúðu þau til ME og þar ætlaði Ungúlíant að ræna Silmeril af Melkori og tókst að særa hann. Við þetta öskraði Melkor gífurlegu öskri og heilu fjöllin skulfu. Balroggar hans risu við öskur hans og björguðu honum frá Ungúlíant og Melkor snéri aftur til Angband.

Eftir rán Melkors eltu margir álfar hann til ME og þeir dreifðu sér um Beleriand. Nú var Melkor kallaður Morgoth, eftir að Feanor nefndi hann því nafn fyrir ránið á Silmerilunum. Álfarnir lögðust að Melkori og hann var lokaður inni í virki sínu í rúm 400 ár. Á þessum tíma var hann að byggja upp heri til að valta yfir álfana fyrir fullt og allt. Þótt Melkor hafi aldrei tekið þátt í orustum var hann særður þrátt fyrir það. Hann var með brennda hendi eftir að halda á Silmeril, hann lenti meira að segja einu sinni í einvígi gegn Fongolfin og tókst álfinum að veita honum sjö sár en dó að lokum. Örninn Thorondor bjargaði líkinu og gróf það í Echoriath. Melkor var í sífellum þjáningum vegna þessara sára og jók það enn á reiði hans. Einnig gerðist hið ógerlega, Beren og Lúthien náðu einum Silmeril af kórónu Melkors sem leiddi síðar að falli hans…….

Loks hafði Melkor skapað nóg af eld, plágum, drekum, tröllum, orkum, úlfum og leðurblökum til að ráðast á Beleriand. Það var ekki einungis her Melkors sem styrkti stríð hans heldur var einnig til staðar spilling, svik og eiðurinn dýrkeipti sem bræðurnir sóru. Vegna þessara innbyrðisdeila börðust herir álfanna ekki nógu skipulega og svikin leiddu til að óvinir Melkors börðust hvor við annan. Það leit út fyrir að Melkor yrði ráðandi ME. Með hjálp Silmerils tókst Earendil hins vegar að sigla frá ME til Amanslands og grátbað um hjálp gegn Melkori. Valarnir sáu að nú gengi þetta ekki lengur og þeir sendu sína glæsilegu heri gegn Melkori og ef ég man rétt fóru þeir einnig sjálfir og börðust gegn honum. Í þessu stríði varð nokkur breyting á lögun N-ME og að lokum féll Melkor og Valarnir hentu honum út í Tómið þar sem hann mun dúsa að eilífu. Angband var jafnað til jörðu en illska Melkors lifði áfram og var þá helst Sauron sem hélt uppi baráttunni gegn Völunum.