Sauron Sauron

Sauron dvaldi í Middle-earth í þúsundir ára áður en fyrsta öld hófst, en hann var
seinna gerður útlægur þaðan 25 mars árið 3019 á þriðju öld. (hann var samtals í
Middle-earth í meira en 16.000 ár). Sauron var Maia og var hann upphaflega í
þjónustu Aulë en seinna meir í þjónustu Melkors sem tældi hann til sín snemma á
tímabili Ördu (líklega fyrir fyrstu öld).

Nafnið merkti “Hinn fyrirlitlegi” (The Abhorred).Sauron átti sér einnig mörg
uppnefni, en fá nöfn og man ég ekki eftir fleyri nöfnum en Sauron og Gorþaur (sem
er nafn hans á Sindarin). Uppnefni hans eru hér:

Svarta höndin (The Black Hand)
Myrkradrótinn (The Dark Lord)
Myrkraaflið (The Dark Power)
Höfðingi gjafanna (Lord of Gifts, nefni sig á Adûanic Annatar)
Höfðingi Mordors (The Lord of Mordors)
Hringadróttinn (The Lord of the Rings)
Násugan (The Necromancer)
Rauða augað (The Red Eye)
Hringasmiðurinn (The Ring-maker)
Galdramaðurinn (The Sorcerer)

”Of old there was Sauron the Maia.”
-Of the Rings of Power and the Third Age

Sauron var eins og kom fram upphaflega Maia frá Aulë, en hann var þó snemma
spilltur af Melkor og varð hann hans mest treysti hershöfðingi. Í stróðum Beleriands
var Sauron mest óttaðasti þjónn Melkors, en eftir Heiftarstríðið (The War of Wraith)
reys hann upp til að verða mesti óvinur íbúa Middle-earths.

Sauron var einn sterkasti (kannski sá sterkast) af maium. Frá Aulë lærði hann mikið í
smíði og mótun, sem mörgum þúsundum ára seinna hjálpaði honum að byggja
Barad-dûr og máttarbauginn.

Í byrjun Ördu tók Melkor Sauron sér þó til þjónustu, og Sauron varð já, hinn mesti
og traustasti af fylgjendum hans. Þegar Utumno stóð ennþá var Sauron gefin
yfirstjórn Angbanda, sem þá var næstvoldugasta virkið. En að lokum réðust Valar á
Melkor og tóku hann með sér til Valinors, en Sauron slapp og varð eftir í
Middle-earth.

Meðan Melkori var haldið í Aman, voru Angbönd gerð tilbúin fyrir endurkomu hans,
og þess verður að greina að Sauron átti mikinn þátt í því. Eftir “myrkvun Valinor”
(The Darkening of Valenor), kom Melkor til baka til Middle-earth, og tók við stjórnun
Angbanda. Skömmu seinna ferðaðist hann í austurlöndin í leit að hinum nýkomnu
mönnum, og þá tók Sauron aftur við stjórn.

Þrátt fyrir það að Sauron hélt illum verkum sínum í þjónustu við Melkor vitum við
nánast ekkert frá þessum tímum eftir endurkomu Melkors þangað til í Dagor
Bragollach. Í tvö ár eftir Dagor Bragollach varði turn Finráðs (Finrod´s) - Minas
Tirith, Síríonsskarð fyrir þjónum Melkors. árið 457 á fyrstu öld kom Sauron sjálfur til
turnsins og kastaði göldrum ótta á þá álfa sem í honum voru, og þeir voru annaðhvort
drepnir eða flúðu þeir til baka í Nargothrond.

Sauron tók sér þá Minas Tirith til búsetu, og varði Síríonsskarð sjálfur frá hæsta
turninum, en það var ekki Melkor sem hann varðist. Eyjan þar sem turnin stóð hafði
verið kölluð Tol Sirion en var endurskýrð Tol-in-Gauroth, Varúlfaeyja.

Eftir Dagor Bragollach safnaði síðasti afkomandi Bëor´s saman fólki sínu í
Dorthonion og var nafn hans Barahir, faðir Berens. Hann var já, í hálendi Dorthonion
við Tarn Aeluin, með Bereni syni sínum og ellefu öðrum og tókst þeim að komast
óséðir um löndin þar fyrir þjónum Melkors. Sauron var sendur til að finna þá og
eyða, semsagt útrýma útlögunum. Þeir fönguðu Golrima, einn þjóna Barahirs fyrir
tilstylli vofu, og notandi svik (hann semsagt sveik Golrima) eyðilagði hann búðir
útlagana og drap þá alla nema beren því að hann var í sendiför.

Beren flúði í suðurátt í gegnupm hættulegar slóðir Ered Gorgoroth, og varúlfum
Saurons mistókst að fanga hann. Örlögin drógu þó Beren í hendur Saurons, þegar
hann ferðaðist nokkrum árum seinna í norður í “leitinni að Silmeröllunum” (The
Quest for the Silmarlis), en þá fangaði Sauron Beren og Finráð (Finrod) og
fylgjendum þeirra, og fangaði hann þá í Tol-in-Gauroth.

Sauron vissi ekkert um ferð Berens, skynjandi einhverja hættu fyrir sjálfan sig og
meistara, og því sendi hann varúlfaher í lönd álfa, og á meðan kastaði hann Beren,
Finrod og föruneyti í djúpann pitt. Þeir voru drepnir hver á eftir öðrum af varúlfum, og
nánast allir voru dánir nema Beren. Þegar varúlfurinn drap Finrod kom Lúthíen og
Huan á eyju Saurons, en Huan var svokallaður hundur Valinors. Sauron sendi úlfa til
að rannsaka söng Lúthíenar en þeir voru drepnir jafnóðum af Huan. Að lokum fór
hann sjálfur út í úlfslíki, og gerði hann sig voldugastan af öllum úlfum, en Huan beit
hann á barkann og Sauron skipti stöðugt um líki en allt kom fyrir ekki og hann varð
að flýa í vampírulíki til Melkors, og þrælar Tol-in-Gauroth urðu aftur frjálsir.

Þarna var Sauron sigraður með smán. Hann flúði þá til austur Dorthonion, í myrkra
skóga Taur-nu-Fuin.

Eftir Heifarstíðið og tap Melkors flúði Sauron í smá tíma í austur heimsins. Í þúsund
ár var Sauron ekki séður í vestur Middle-earth, en þegar fyrsta þúsund annarar aldar
elið snéri Sauron aftur. Hann gerði sér virki í Mordor sem kallaðist Barad-dûr.

Þá byrjaði Sauron sínum feril sem Myrkradrótinn, þegar hann lagði sér það takmark
að ráða yfir Middle-earth og jafnvel Númenor líka.

Í 600 ár fylgdi hann beinni braut. Í líki Annatars - höfðingja gjafanna kom hann til
álfa Eregion´s, og kenndi þeim hluti sem aðeins Maiar Aulë vissu. Frá þeirri vitneskju
voru máttarbaugarnir búnir til, en meðan samvinnu álfanna og “Annatars” stóð hélt
hann áfram að byggja virki sitt í Mordor.

Í eldum Orodruin - Mount Doombjó hann til hringinn eina í leyni. Þetta var fyrsta
skref hans í því að ráða yfir Middle-earth, “tæki” sem að hann gat spillt notendum
þeirra með í gegnum “móðurtækið” (vísar til móðurtölvu, móðurskips) en það var
auðvitað hringurinn eini. Fyrirætlanir hans brugðust því að álfarnir þekktu hann um
leið og þeir settu upp hringana svo að þeir tóku þá strax af sér.

Reiður út af þessu krafst Sauron því að þeir skiluðu sér hringunum því að þeir hefðu
ekki getað verið gerðir án hjálpar hans, en allt kom fyrir ekki, og Sauron sendi her
Mordors, sem hafði verið í byggingu í u.m.b. 600 ár. Álfarnir báðu Númenóra hjálpar
og her undir stjórn Tar-Minastir vann heri Saurons. Hann snéri sér þá til austurs og
skildi vestur Middle-earth í friði í margar aldir.

Þegar Ar-Pharazôn erfði krúnu Númenórs árið 3255 annari öld sá hann ris Saurons í
austi. Hann byggði þá mikinn flota sem sygldi til Middle-earth og sigli í höfn í
Umbar, í suður af ósum Anduins. Ar-Pharazôn krafðist þess að Sauron yrði fangi
hans, og hann samþykkti í eigin hag.

––líkamsmót Saurons–––

Allir ænúar höfðu hæfileikann að breyta fromi sínu, en enginn var í svo mörgum
formum og Sauron. Á fyrstu öld virðist hann hafa verið Myrkur Seiðskratti stjórnandi
herum Angbanda, og sérstaklega varúlfum. Hann skipti þó oft um from, sérstaklega í
bardaganum við Huan, og meðal þeirra voru þessi form:

Úlfa-Sauron (Wolf-Sauron) Þetta var líki úlfs sem hann notaði í orrustu sinni við
Huan
Í bardaganum breytti hann sér í slöngu í tilraun til að flýa
Eftir því að Huan sleppti honum varð hann að mikilli Vampíru og flúði hann í austrið,
með lekandi blóð úr hálsi sér.

kv. Amon