Þetta er taska sem Madonna hannaði fyrir H&M, í meðallagi flott að mínu mati. Þið getið séð alla línuna á H&M heimasíðunni. Persónulega finnst mér línan afspyrnu ljót, en smekkur manna er misjafn. :)
Versta martröð lífs míns! Uppáhalds gallabuxurnar eru að gefa sig! Slit í klofi og álíka.. Ég keypti þær í Zero(ekki Zero hauskúpumerkið) outlet búð í Þýskalandi í júlí árið 2004. Sem þýðir að ég hef átt þær og notað næstum non-stop í 2 og hálft ár. Ágætis ending svosem. Enda orðnar sooldið upplitaðar:D En ég syrgi þær djúpt. Þið vitið hvað það er erfitt að finna hinar fullkomnu gallabuxur. Gerist eiginlega bara á nokkurra ára fresti. En ætli ég noti þær kannski ekki smáá áfram..líklega þangað til ég lendi í vandræðalegur *rrrrriiipp* atviki í fjölmenni:'D
Ég gerði grein um nokkrar af peysunum mínum og þessar eru þær sem ég nota oftast. Það var lýst flestum þessum á greininni. Myndin er frekar óskýr afþví ég þarf að hafa vélina á lægstu gæðum til að hún verði samþykkt:/
Ég keypti þessa DC skó í Svíþjóð nýlega, og vegna þess hve mörg yndisleg komment ég hef fengið út á þá frá fólki í kring um mig, þá ákvað ég að deila þessum yndislegu skóm með ykkur líka. =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..