Ég fór í húðhreinsun fyrir nokkru, maður er rauður í smátíma eftir á en þetta hreinsar rosalega vel. Mér finnst ég vera nokkuð betri eftir að ég fór í hana í maí.
Þeir sem eru að pæla í hvað þær kreista og afhverju (þar sem ör og dreifing getur orðið..) Þá sagði konan sem ég fór til að maður ÆTTI að kreista alla fílapensla þar sem þeir eru bara óhreinindi sem er vont fyrir húðina. Ástæðan fyrir því að maður ætti ekki að kreista bólurnar er vegna þess að þetta hvíta í þeim (sem maður kallar gröft..) eru hvít blóðkorn sem eru að reyna að hreinsa og eyða bólunni.
..Ég á rosalega erfitt með að trúa því.. en þetta sagði sérfræðingurinn og maður verður bara að taka mark á því…..
En ég mæli með að fara í djúphreinsun, það getur ekki gert neitt slæmt og borgar sig fyrir hvern sem er:)