Það eru allmargir sem fest hafa kaup á svokölluðum “tæj”buxum. Ég þarf væntanlega ekki að útskýra frekar hvernig þær eru, en þannig er mál með vexti að buxur þessar verða fljótt litlausar og á endanum einsog gamalt lak..sem er ansi skítt fyrir 5000 kallinn sem þessar buxur kosta!!
En! það er hægt að halda þessari “buxna hrörnun” í skefjum með því að setja bolla af (hreinu)borðedik með í þvottinn:) þetta er gamalt og gott húsráð sem heldur lituðum fötum lituðum lengur og efninu ferskara!
-Ég vona að þetta ráð geti hjálpað “tæjbuxna” eigendum huga framvegis:)

hel