Það er mikið talað um það að föt séu hönnuð á einhverjar algjörar mjónur, en það eru líka gerð föt á “stórar stelpur” og sumar búðir eru bara auglýstar sérstaklega út á það, eru það ekki soldnir miklir fordómar, ég meina, það eru engar búðir til sem eru auglýstar út á það að seglja föt fyrir “litlar stelpur”. Svo ef einhver spyr hvar maður keypti fötin (ef maður er “stór stelpa) þá segir manneskjan:uu í búðinni fyrir stórar stelpur. Og ég var í Englandi í sumar og fór inn í H&M Rowels og þá var sérstök deild fyrir ”stórar stelpur“ sem hét Big is Beautiful, ”stórar stelpur" eru bara venjulegt fólk, þau þurfa ekkert sérstaka deild fyrir fötin sín, þau eiga bara að vera á sama stað og öll hin fötin, ekki sá ég neina sérstaka deild fyrir mjóar stelpur sem heit Slim is Beautiful eða eitthvað álíka, og svo voru þetta ekkert stór föt, bara svona sem venjulega miðalda konur myndu ganga í.
Er þetta ekki komið út í soldna vitleysu, maður þarf að fara í megrun til þess eins að kaupa sér föt, come on.