Ég virkilega þoli ekki þegar maður er að labba niðrí bæ eins og maður klæðist alltaf, og fólk byrjar að öskra: “LEÐURFATA FRÍK” og “HOMMAGERPI” o.s.frv
Ég meina; ég klæðist bara því sem mér finnst best að klæða mig og hvaða máli skiptir það fólki útá götu í hverju maður klæðist?!
Ekki er ég að öskra á SVR fólkið (Sveita Vargar í Reykjavík) um hvernig það klæðist!
Það er bara virkilega pirrandi. Fólk ætti bara að hafa vit á því að þegja og ekkert að vera að skipta sér af því í hverju maður er, heldur ætti það bara að vera að pæla í hverju þeir eru og hvort að þeirra klæðnaður sé eitthvað skárri.