Gossip Girl – Fatastíll Ég hef verið að fylgjast mikið með þessum þáttum og þeir hafa ekki bara heillað mig uppúr skónum með öllu dramanu heldur fötin líka. Mér finnst krakkarnir og fólkið í Gossip Girl klæðast alveg einstaklega smekklega þó að ég myndi aldrei leggja í að klæða mig svona.

Blair Waldorf
Queen B. Hún er dálítið mikið í anda Audrey Hepburn, enda er hún ein af hennar átrúnaðar goðum, og klæðist hún frekar gamalli tísku sem er aftur í tísku núna. Mamma hennar Eleanor Waldorf Rose er virtur fatahönnuður í New York og því fötin hennar mörg sérsaumuð og fín. Foreldrar Blair vita ekki aura sinna tal svo maður sér Blair nánast aldrei í sömu fötunum og því ákaflega gaman að sjá hana í hvert skipti, hún er klárlega vel úthugsuð hjá höfundinum.
Serena van der Woodsen
Blake Lively fer með hlutverk hennar en svo virðist sem hún geti litið vel út í ruslapoka. Fötin sem hún klæðist í þáttunum geta verið svo hrikalega ljót en litið svo dásamlega vel út á henni. Serena er í frekar gamalli tísku en ekki svona djörf eins og Blair.
Chuck Bass
Hann er klárlega uppáhalds persónan mín í þáttunum. Hann klæðir sig svo vel, hann er alltaf í stíl og alltaf fullkomlega úthugsaður og virðulegur. Hann og pabbi hans, Bart Bass, eru með mjög svipaðir og eru báðir mjög oft í jakkafötum. Eins og margir karakterar í Gossip Girl er hann í gömlum stíl sem fer honum gríðarlega vel. Hann og Blair eru eins og sniðin fyrir hvort annað, hrikalega flott föt þótt að sumum finnist þau ekkert voða andlitsfríð.
Nathaniel Archibald
Nate er í mun nýlegri tísku t.d. hann er oft í gollu. Nate er ekki jafn virðulegur og úthugsaður eins og Chuck. Lítur stundum út fyrir að hann hafi bara tekið eitthvað útúr fataskápnum og farið í það. Hann gæti mjög sennilega líka litið vel út í ruslapoka en þó ekki verið jafn glæsilegur og Serena.
Jenny Humphrey
Little J. Hefur ákaflega djarfan og flottan smekk. Hún á það til að klæðast gamalli tísku en ekki jafn oft og Blair. Hún hefur sjálf verið að hanna föt og hélt tískusýningu í einhverju giftingaboði hjá Lily Bart og Bart Bass. Jenny hefur verið að læra hjá Eleanor Waldorf Rose og hannaði og saumaði m.a. giftingar dragtina hennar. Fötin sem Jenny hannar eru of mjög fríkuð og töff og klæðist hún þeim oftast.
Dan Humphrey
Dan er svona típískur karlmaður, slétt sama í hverju hann er. Hann er oftast bara í svona venjulegum buxum og skyrtu eða bol og peysu. Kemur reyndar fyrir að hann er í gollu utan yfir bol eins og Nate.
Rufus Humphrey
Er pabbi Dan og Jenny. Hann er svona glatað eintak af gömlum rokkara og er oft í hljómsveitabolum en þó mjög fínn á því. Hann á það líka til að vera mjög virðulegur og fínn en hann er ekki svona ríkur eins og Bass, Waldorf og van der Woodsen fjölskyldurnar og býr því baraa í Brooklyn.