Fataskápurinn minn. Þetta er mín fyrsta grein og ég veit eiginlega ekkert hvað ég er að fara út í að skrifa þessa grein.

Buxur.

Ein af blend buxunum mínum
Þær eru Blend og eru keyptar í Perfect á Akureyri.Kostuðu um 5000. Þær eru svona pokabuxur eiginlega, voru í tísku í sumar. En mér finnst þær svo rosalega þægilegar að mér er slétt sama hvort þær eru í tísku eða ekki. Fínar skólabuxur!

Bleikar niðurþröngar buxur
Þær keypti ég í nikita búðinni á Akureyri.
Ég myndi aldrei fara í þeim í skólann! Þær eru svona ljósbleikar, ekki æpandi dökk bleikar sko.
Fer oft í þeim í fermingar. Þær eru þægilegar miðað við að vera niðurþröngar.

Ein af blend buxunum mínum
Þær eru þröngar efst og koma svo aðeins víðari niðri. Það er svona gult á lærunum, annars eru þær ljósbláar! Mér finnst þær geðveikt fottar.
Keypti þær í Blend búðinni á Akureyri.


Pils

Hvíta gallapilsið mitt!
Ég man ekki alveg hvar ég keypti það.
En já, það er svona hvítt með silvurlituðum tölum og hnöppum á. Frekar stór talan sem er framaná, samt flott. Nota það mikið.

Svarta gallapilsið mitt
Það er svart með svona skátamerkjum á eða eitthvað svoleiðis. Man ekkert hvar ég keypti það, enda er langt síðan ég fékk það.

Svarta, síða pilsið
Það er svart, með frekar stóra teygju um mittið og svo kemur það aldrey jafn sítt niður. Geðveikt flott, en ég er eiginlega hætt að nota það.


Peysur

Röndótta Only peysan mín.
Hún er dökk grá og ljós grá. Keypt (held ég) í only í kringlunni, eða smáralind. Ekki viss.. Hún er rend.

Brúna Sparkz peysan mín.
Systir mín keypti hana í NY. Hún er brún, ekki rend og er mjög þægileg. Utan við að hún ruglar alltaf hárgreiðslunni minni! Útaf það er svo stór kraginn framaná og hettan.

Svona síð svört peysa.
Keypti hana í Flash á laugarveginum. Rosalega flott, rend. Það er hetta á henni. Get eiginlega ekki líst henni. En hún er allavega síð, svona niður á mið læri.

Græna og hvíta nikita peysan mín.
Hún er hvít. Með fullt af grænum nikitamerkjum útum allt. Hún er ekki rend og hún er með hettu. Kostaði 7.500 í nikita búðinni, annað hvort í Rvk eða Akureyri. Man ekki alveg.

Gula nikita peysan með málingarslettunum.
Hún er gul, með svona málingarslettum útum allt. Hún var framleidd svoleiðis. Ég var ekki að mála! En já hún var keypt á sama stað og hin nikita peysan og kstaði jafn mikið og er mð svipað snið.


Bolir

Ég á mikið af svona síðum hlýrabolum sem ég er í undir venjulegu bolunum mínum. Þannig að það kemur svona yfir mittið. Þið skiljið?
Svo á ég mikið af pumabolum, allskonar! Svarta með bleiku merki. Hvítan með gullituðu, gulan með gænu og grænan með gulu!


Jæja, þá er það komið! Nennti ekki að skrifa öll fötin í fataskápnum en þetta er það helsta.
Skifaði ekki alla bolina því að ég er viss um að þið nennið ekki að lesa það allt.
Það eru tvær leiðir til að öðlast innri frið: Að gera