Hvað er það sem er svona hræðilegt við að sjá bestu vinkonu sína, já eða bara einhverja aðra stelpu í eins fötum og maður er í sjálfur ? T.d. um daginn hélt ég partý og ein vinkvenna minn mætti í eins kjól og ég var í (nema minn var rauður en hennar svartur) og við vorum báðar í buxum við (sem voru einu sinni ekki líkar !) og eins skóm…. Hún fór beint heim að skipta um föt þegar hún sá mig !!! Haaaaaaalóóóóó er ekki í lagi…. ef ég sé einhverja í eins fötum og ég þá er það nú bara fínt mál, þá veit ég að ég er allavega ekki með agalega afbrigðilegan fatasmekk !!! eða hvað ?
STELPUR hættið þessu kjaftæði með föt og tökum strákana okkur til fyrirmyndar, það er FLOTT að vera eins klæddar !!!!!!!