Ég er 19 ára, með 6 tattoo og 11 piercing í augnablikinu. Ég er svokallaður “tattoo fíkill” sem lýsir sér einhvernveginn svona hjá mér:

..Ég get ekki hætt að hugsa um næsta tattoo sem ég ætla að fá mér þótt ég sé eiginlega ekki búin að ákveða hvernig það eigi að vera!

..Ég fæ svona spenning í magann þegar ég er búin að panta tíma í tattoo og alveg þangað til ég sest í stólinn og það er byrjað að tattoovera mig!

..Mér finnst actually gott að fá mér tattoo!! Þetta er svona góð/slæm tilfinning og adrenalínið fer alveg á fullt á meðan nálin er að potast þarna inní mig. Einhvernveginn vil ég ekki að þetta hætti!

..Um leið og myndin er komin á mig þá er ég strax farin að hugsa um næsta tattoo sem ég ætla að fá mér!


..Oftast þegar ég fæ mér tattoo þá ákveð ég bara myndina (er samt bara með sérhönnuð tattoo sem vinir mínir og kærasti hafa hannað) hringi og panta tíma og læt setja hana á mig! Það er engin pæling á bak við hlutina og oftast alveg mjöög stuttur fyrirvari..

..Ég sé ALDREI eftir neinum tattooum sem ég fæ mér og ég lít alltaf á öll tattooin mín eins og ég sé nýbúin að fá mér þau.. Mér finnst þau alltaf jafn flott!

Þetta er búið að vera svona alveg frá því ég fékk mitt fyrsta tattoo, að verða 14 ára gömul.

Auðvitað hugsa ég að þetta muni vera á alla ævi en mér er alveg sama.. Þetta er minn lífstíll, ekki bara einhver tískubylgja sem gengur yfir.. Mér er líka alveg sama hvað öðrum finnst! Ég er t.d. að vinna í heilbrigðisgeiranum (er að mennta mig þannig) og sumum þætti kannski skrítið að sjá sjá tattooveraðan sjúkraliða að störfum, ég veitiggi?! (Ég er með tattoo á mjög áberandi stöðum, t.d. 4 bara á höndunum) ..

Hefur einhver fundið fyrir þessu eða er þetta bara ég?
Hvað eruði með mörg tattoo?