DrengjaKvartBuxur eru ekki í hávegum höfð þessa dagana
heyrist mér, en álit almennings á þeim fer greinilega
hækkandi. Á góðum dögum má jafnvel sjá þónokkra dúdda í
Kvartbuxum. Svona vitleysinga eins og mig. Það er ekkert
sérlega langt síðan ég keypti mínar buxur, en þið getið bókað
það að ég féll fyrir þeim. Sérlega þó vegna þess að það er
alveg hreinn snilldarfílíngur að ganga í þessu. Þetta er ekkert
asnalegt, annað en margar stuttbuxurnar. Sem betur fer sér
maður ekki margan manninn á þannig þessa dagana
vappandi niður laugarveginn. Ég hvet alla til þess að vera ekki
svona miklir íhaldsmenn og bara smella sér á einar, sakar
ekki að prufa.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?