Já, þið lásuð rétt, þetta á við sítt hár hjá strákum sko, ekki stelpum :P það er enþá í tísku. kanski eru sumir að segja núna: víst, og eitthvað álíka, en ég held að fólk þurfi barasta að fara að horfast í augu við sannleikann, síðahárið er dottið úr tísku. og ég vill meina að það hafi gert það fyrir all löngu síðan, en samt sem áður sér maður alltaf annað slagið fólk hérna inni sem er að halda því fram og er það satt að segja farið að fara soltið í taugarnar á mér.
svona lubbi er jú enþá í tísku, enda er það mjög flott, en þegar hárið er komið mikið niðrufyrir eyru er það að verða full langt. ég meina, maður þarf ekki annað en að labba niður laugarveginn til að sjá það að það eru alveg ótrúlega fáir með sítt hár af strákunum, allavega miðað við hvernig það var þegar þannig hár var í tísku, þá þótti manni ekki óalgengt að að sjá síðhærða stráka labba niður laugarveginn í diesel buxunum og bolnum, en nú til dags sést það varla. kallast það tíska? eitthvað sem næstum enginn lætur sjá sig með? og síst þeir sem teljast vera í tísku? nei, hélt ekki!
ekki einusinni ´þungarokkararnir í metallica sem svo margir vilja meina að sé einhver tískubylgja núna, eru með sítt hár, þrátt fyrir að vera hörðustu rokkarar! finnst þetta segja sitt hvað um síða hárið.
Svo sér maður bara heldur ekkert af þessum tískuidolum með sítt hár lengur, s.b. David Beckham, Orlando Bloom og fleiri. Becks var með sítt hár, en hvað gerði hann? Hann klypti það af, það var ekkert lengur í tísku!
En já, núna koma kanski einhverjir og segja, en það er fullt af strákum með sítt hár, og já, ég skal alveg viðurkenna það að það sé fullt af smástrákum með sítt hár, þ.e.a.s. 12 ára guttum á hjólabretti, en ég mundi nú seint telja þá í tísku.
en já, með þessum orðum enda ég þetta og villa ég endregið kvetja alla þá síðhærðu stráka þarna úti, að hugsa sinn gang nú aðeins og skella sér í klipp ;)