Jæja í gær skellti ég mér loksins að sjá Crouching tiger hidden dragon og vá!!! Myndin var nottlega snilld en vízt við erum á áhugamálinu tíska langar mig bara benda á eitt. Ég er ekkert sérstaklega mikið að horfa á hvað leikarnir í myndum klæðast því oftast eru það nú bara einhver lummó föt en í myndinni Crouching tiger hidden dragon er klæðaburðurinn rosalegur glæsilegur váá búningarnir voru rosalega flottir ég vona bara einhver hafi tekið eftir því hvað búningarnir voru vel hannaðir og sniðugir og áttu svo yndislega við öll bardaga atriðin ég eiginlega bara gafti :) Kínversk föt eru nefnilega meira en einhverjir kínakjólar og tæ-buxur þó verð ég nú að segja að tæ buxurnar standa fyrir sínu. Hönnun búninganna var nottlega tilnefnd til óskars en Gladiator vann, leiðinlegt það. Ég hef ekki tekið eftir neinni sérstakri búningahönnun fyrr en í þessari mynd því alltaf eru búningarnir hannaðir eitthvað svona 18 öld dæmi sem mér finnst ekkert rosalega spes en kannski já öðru fólki finnst það.