Það sem ég skil ekki er að búðin 17 er alltaf nefnd í sömu andrá og flott föt. Þó að það séu til einstaka flottar buxur þarna, þá eru þar aðallega föt sem eru til í biljón eintökum þannig að þú mætir amk. 12 stelpum í alveg eins þegar þú labbar Laugaveginn eða Kringluna, svo ekki sé talað um skólan, gildir þá einu hvort stelpan er 12 ára eða 32 ára. Ég hætti fyrir löngu að fara í 17 og þau fáu skipti sem vinkonum mínum tekst að draga mig þangað inn þá finn ég ekkert sem ég gæti hugsað mér að eiga. Einstaka sinnum hef ég fundið pils, en kemst alltaf að því að þetta er 17 saumað (s.s ómerkt) og ég veit af reynslu að það eru drasl föt. Svo hafa þau ekki einu sinni metnað til að merkja heimasaumuðu fötin sín með merki 17. Ég hef verslað svolítið í búð sem selur heimasaumuð föt á viðráðanlegu verði og þær merkja fötin sín búðinni og ef maður lendir í vandræðum gera þær við það ókeypis, þær eru fúsar til að viðurkenna mistök og lagfæra þau.
Þess vegna skil ég ekki afhverju það sé kvartað yfir því að ekki séu til föt í stærri númerum í 17, það er einfaldlega ein lélegasta búð landsins sem keyrir á ósjálfstæði 13-15 ára unglinga, þau þora ekki annað en að kaupa í 17 þótt að það sé drasl, því annars eru þau halló. Gerið það fyrir mig að sýna sjálfstæði og amk. kíkja í aðrar búðir!! Amk. fæ ég oft hrós fyrir klæðaburð minn og aldrei er ég í fötum frá 17 (né neinni annari búð sem tilheyrir þeirri keðju).