Margir hérna á Huga eru að kvarta undan þessari Tísku, eru sífellt að skammast þegar fólk sendir inn greinar og er að segja hverju maður eigi að klæðast og hverju ekki, sem ég skil vissulega vel.
Þessir greinahöfundar sem eru að senda hérna inn þessar fyrrnefndu greinar, eru flestir frekar þröngsýnir og taka bara mark á 17, Deres og þeim búðum.

En sem betur fer eru til fleiri búðir á þessu landi, þær eru kannski ekki margar en þær eru þarna!
Spútnik er náttúrúlega fræg fyrir sinn stíl en svo eru til fleiri búðir sem selja ekki þessi NTC föt, má þá nefna Oasis, Illgresi og fleiri.

En það sem meira er, er það að það eru ekki aðeins föt sem geta verið í tísku, það getur verið fleira, sem dæmi má nefna, stjórnmálaflokkar, reykingar þá annaðhvort að reykja eða ekki, dópa, stunda líkamsrækt eða þá að stunda hana ekki, verða óléttur eða vera það ekki, trúa á Guð, trúa ekki á Guð og fleira og fleira.
Þetta er bara ekki jafn sýnilegt og fötin, þú labbar ekki niður Laugaveginn og tekur eftir því hvort að fólkið trúir á Guð eða ekki, auðvitað sést það á sumum (nunnum og fleirum) en alls ekki öllum. En þú tekur eftir því hverju flestir klæðast og hverju fáir klæðast.

Sem dæmi má nefna hippatímann, þá voru ákveðin föt í tísku, það var í tísku að reykja hass og aðhyllast friðinn.
En hver vill svosem ekki frið?

Tilgangurinn með þessari grein, var sá að benda sumum að föt eru ekki það eina sem er í tísku og þá sérstaklega ekki föt úr 17, en það því miður vita það ekki allir.

Vona ég að fordómar á þessu landi, munu fara minnkandi gagnvart fólki sem hefur aðrar skoðanir en flestir og klæða sig öðruvísi en flestir. Sem að mér sýnist vera að gerast.
Auðvitað tekur það tíma og gerist ekki bara með því að lesa eina grein á huga.is en það hefur kannski einhver áhrif á suma.