°° American Next Top Model °° Jæja… ég held að það sé ekki komin grein inn á þetta áhugamál um “American Next Top Model” þannig að hér kemur ein svo þið getið nú sagt ykkar skoðun á þessum þætti ;)

American Next Top Model er þáttur sem Skjáreinn hefur verið að sýna undarfarnar vikur. Fyrir þá sem ekki vita þá snýst hann um að finna næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna. Tíu stelpur komust áfram í úrslitin og hefur svo alltaf ein dottið út í hverjum þætti.
Sú sem sér um þáttinn er svo engin önnur en ofurfyrirsætan Tyra Banks en hún velur ásamt öðrum dómurum sigurvegarann sem fær saminga við mörg tískufyrirtæki ofl. ofl. Nú eru aðeins fjórar stelpur eftir svo það styttist í að við fáum að vita hver vinnur… Hér eru smá upplýsingar um keppendurna sem eru eftir.

Elyse Sewell
Elyse Sewell er 20 ára stelpa sem kemur frá Albuquerque, NM. Holdarfar hennar er búið að vera eitt af aðalumræðuefnunum í þessum þáttum en margir eru búnir að halda því fram að hún sé með anorexíu (enda er hún alveg rosalega grönn). Það eru alveg rosalega skiptar skoðanir um hana… Sumum finnst eins og hún eigi ekki heima í þessari keppni (of grönn, með of lítil brjóst o.s.frv.) en sumum finnst hún algjört æði. Hún er stutthærð með dökkt hár og blá augu. Hún lýsir sjálfri sér sem hvetjandi, hrokafullri og hæfileikaríkri manneskju. (Hún segist vera nörd)

Adrianne Curry
Adrianne Curry er 20 ára þjónustustúlka frá Joliet, IL. Hún elskar dýr út af lífinu og vill gera allt fyrir þau. Henni hefur gengið alveg rosalega vel í þessari keppni en módelstarfið er búið að vera draumur hennar síðan hún var lítil. Hún er dökkhærð með græn augu. Hún lýsir sjálfri sér sem skáldlegri og áberandi manneskju sem vill gera heiminn að betri stað.

Shannon Stewart
Shannon Stewart er 18 ára stúdent frá Franklin, OH. Hún er mikið fyrir allskonar sport og íþróttir. Henni hefur gengið bara ágætlega í keppninni og vonast til að komast sem lengst. Shannon er með krullað,ljóst hár og blá augu. Hún segir að hún sé mjög spes, flott, iðinn og blessuð af Guði á marga vegu.

Robin Manning
Robin Manning er 26 ára gömul frá Memphis, TN. Hún er mjög trúuð og sleppir varla hendinni af Biblíunni ;) (Ekki illa meint) Hún elskar að spila körfubolta og að taka þátt í félagslífi kirkjunnar. Hún hefur verið módel fyrir tískusýningu kirkjunnar og verið krýnd “Miss Soybean.” Oprah Winfrey er hennar hetja fyrir göfuglyndi og persónuleika.Robin er með sítt, brúnt hár og brún augu. Hún segist vera ákveðin, metnaðargjörn og skemmtileg persóna sem er að leita að manni sem kemur fram við hana eins og drottningu.

Núna er að hefjast ný þáttaröð út í Bandaríkjunum sem kallast “American Next Top Model 2” þannig að þið sem elskið þennan þátt þurfið ekki að örvænta eftir þessa seríu ;) En “American Next Top Model” er sýnt á Skjáeinum á miðvikudögum kl: 20:00.

En hvað finnst ykkur svo um þennan þátt? Með hverjum haldið þið?

ATH!!!! Ef þið ætlið að koma með comment EKKI SEGJA HVER VANN!!! því það er ekki gaman fyrir þá sem eru að fylgjast með þessu og vilja sjá úrslitin. Bara PLEASE..

En allaveganna bara TAKK FYRIR MIG.. Vonandi er þessi grein mín OK ;) Kveðja, Andrea.