Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein hér inn á tíska/útlit er sú að þetta er svona það áhugamál þar sem þetta á mest við, ætti kanski frekar við á Lífsstíll, en það er bara sovna yfirflokkur, og mundi greinin ekki lifa mun lengi ef ég mundi senda hana beinnt þangað.
Áður en ég skelli mér út í ástæðuna fyrir því að ég skrifaði þessa grein, þá langaði mér að gera smá skilgreiningu á hnakkanum, endilega kommentið á þetta og lagfærið:
Hnakkinn er svona típa sem að gerir mikið út á útlitið. Flestir hnakkar hafa svipaðan smekk á fötum, en það eru svona föt sem maður sér í búðum eins og topshop og gallerí 17, svona frekar þraunga gallabuxur eða einhverjar flauelsbuxur, og svo svona frekar þröngir bolir, stutterma, langerma og svo líka svona einhverjar töff rendar peysur.
Önnur einkenni hnakkans utan við fötin eru þau að hann er mjög snyrtilegur, tiltörlega ný föt. Hann gerir líka mjög mikið út á hárið, mjög oft með strípur. Hnakkinn fer oftar en ekki stundum í ljós og er þessveggna frekar brúnn.
Svo hafa líka margir talað um það að eitt einkemmi hnakkans sé sjálfsöriggi, hann er svona típa sem að fílar sig vel.
Margir vilja meina að allir hnakkar fíli fm 95,7 sem ég held að sé ekki endilega rétt, þó svo að þar sé að sjálfsögðu mjög fín tónlist. Þeir fíla kanski meira svona mjúka tónlist, sem að er reyndar oftar spiluð á fm 957 heldur en stöðvum eins og x-inu og skonrokk.

En þannig er nú það að ég las fyrir nokkru grein á www.eitthvad.com, ég las sömu greinina stuttu seinna á annari síðu, og hefur þessi grein greinilega vakið mikkla athyggli.
Eftirfarandi grein var skrifuð sem pistill inn á síðuna www.eithvad.com, af notandanum EÓH:

“22.01.2004 - 13:55 | EÓH
Óværa, skömm og smán.

Í vikunni sem leið fékk ég far með litlu frænku minni og “nýja gæjanum” hennar. Þegar ég gekk útúr húsinu og að bílnum gerði gamalkunn ógeðistilfinning vart um sig. Ég gekk nefnilega í áttina að Hondu Civic af nýjustu gerð með spoilerkit og neonljós í afturrúðunni. Ég steig uppí bifreiðina og mætti mér höfugur rakspírailmur og mér ekki til mikillar undrunar FM 957 dynjandi úr öllum 30 hátölurunum sem voru þarna og held ég svei mér þá að veslings bassakeilan aftur í hafi fengið það óþvegið um dagana.

Ég herti upp hugann og ákvað að láta ekki svoleiðis “smáræði” láta á mig fá við að kynnast nýju ástinni í lífi frænku minnar. Þegar ég leit með spenningi framan í gaurinn tók ég eftir því að hann var einhvernvegin rauðfjólublár í framan og ég fór að velta því fyrir mér hvort hann væri eitthvað pirraður, en svo laust þeirri hugsun í höfuðið á mér að hann væri kannski að kafna! Óttaslegin spurði ég drenggreyið hvort ekki væri allt í lagi með hann. Hvað áttu við spurði hnakkinn. Þú ert eitthvað svo rauður í framan sagði ég, er nokkuð að líða yfir þig spurði ég í flónsku minni þegar hann, til að bæta gráu ofan á svart, lyngdi aftur augunum við nýja lagið frá einhverri hljómsveit sem heitir Blue sem dundi úr græjunum sem voru nema hvað stilltar á FM 95.7. Ha nei segir hann ég var bara að koma úr ljósum. Ég gat ekki varist vorkunnarbrosi og hugsaði til þess að í framtíðinni yrði hann líklegast ekki svona sjálfsánægður þar sem hann lægi á sjúkrahúsinu með húðkrabbamein af endalausri sólbekkjanotkun og sködduð eyru af hátíðniógeðishávaðanum af því að blasta FM á rúntinum þar sem hann í neysluháðri tilveru sinni vonaðist til þess að einhver tæki eftir brúnkunni og vandlega völdum diesel bolnum (þar sem merkið sæist vel og greinilega) á meðan hann hringaði um götur Akureyrar í eymd og volæði.

Hnakkinn keyrði mig ekki beint heim heldur vildi hann endilega fara nokkra hringi á rúntinum fyrst, sem er að mínu mati ein af hlægilegustu menningu íslenskra ungmenna. Og verð ég að skjóta því að að það kemur mér hreint ekkert á óvart að sjá túristana sem koma til Akureyrar standa á torginu og góna í forundran á herlegheitin. Heyrðu sagði ég við hnakkann, svona fyrst þú ætlar ekki að skutla mér strax heim ertu þá nokkuð til í að gera mér lífið bærilegra og setja á X-ið í smástund, spurði ég með vonarneista í hjarta. Hnakkinn lét undan eftir að spurja mig á hvaða tíðni Xið væri eiginlega. Þarna kviknaði von í brjósti mínu um að kannski væru þessir Chokkóar eða Hnakkar ekki svo slæmur kynstofn, þeir væru kannski ágætir inn við beinið, bara dálítið misskildir. En sú von varð að engu þegar hnakkinn sagðist ekki meika þetta lengur og setti aftur á FM.

En sorglegi hlutinn af þessu öllu er sú staðreynd að þessi kynstofn samanstendur ekki einungis af karlkynsmeðlimum heldur líka kvenkyns og eru þær engu skárri! Þetta eru svona stelpur sem eyða klukkutímum saman fyrir framan spegilinn að mála sig og snurfusa sem hver helvita maður mundi nú sleppa (allavega í svona miklum mæli)hérna í endalausu hríðinni á Íslandi, til þess eins að sitja bak við dekktar rúður þar sem sárafáir sjá gelluna almennilega. En nei þær safna hugrekki, þessar elskur, og skjótast svo út úr dyrunum og beint upp í bílinn þar sem þær eyða enn fleiri tímum í að keyra í hringi, stara inn í bíla og reyna að sjá hver er að rúnta með hverjum og velta fyrir sér af hverju þessi hætti með þessum og af hverju þessi hélt framhjá þessari og hver hringdi í hvern og sagði hvað ….HVERJUM ER EKKI ANDSKOTANS SAMA ?!?!?!? Og þess á milli stara þær tómeygar út í myrkrið og laga gervineglurnar.

Þegar ég loksins komst heim úr þessari prísund og hljóp heim að dyrum og reyndi að hylja andlit mitt til að sem fæstir sæu mig stíga út úr þessari viðurstyggilegu bifreið. Ég hugsaði með skelfingu til þess ef hnökkum á Íslandi mundi fjölga. Hvað ef eftir hundrað ár yrði ekkert nema hnakkar á Íslandi, hlaupandi um eins og litlir drýslar með brúnkukremstúpuna í annarri og gelið í hinni ? En hvað ef við mundum bregðast við í tæka tíð og kæfa þetta strax í fæðingu? Prenta út boðskort til allra hnakka og bjóða þeim í FM-búðir, þar sem yrði nóg af ljósabekkjum, píkupoppi og geli handa öllum? Allir hnakkar landsins mundu þyrpast þangað. Og þá gætum við flogið yfir skerið sem þau væru samankomin á og varpað sprengjum yfir liðið, og Íslendingar yrðu aftur að hreinni þjóð, laus við alla þá óværu, skömm og smán sem hnakkar eru. Ég veit að þetta er langsótt hugmynd, en maður má jú alltaf láta sig dreyma.
EÓH ”


Eftir að hafa lesið þess grein rann það upp fyrir mér hvað þetta er búið að færast í aukana undanfarið, að fólk, sértsaklega strákar, sem að filgir ekki þessum stíl er farið að vera hreynlega illa við hnakka. Ég telst sjálfur vera frekar mikill hnakki og hef sjálfur tekið eftir þessu. Reyndar ekki hjá þeim sem að ég hef þekkt nokkuð lengi, en hjá fólki sem að ég er að kynnast í fyrsta skipti, það svona hálv dæmir mann áður en það sér mann eða fær að kynnast manni. ég veit ekki afhverju fólk gerir þetta eða er á annað borð á móti hnökkum, og er það kanski það sem mér langaði til þess að spyrja að með þessari grein, þar sem að ég geri mér grein fyrir því að flestir strákar sem að eru á þessu áhugamáli séu flestir chockoar, þá langar mig til þess að benda fólki, sem að gætu komið með atygglisverð svör, á þessa grein.