Ég veit að stelpur eru sífellt að pæla í útlitinu og þá sérstaklega hvað þær eru þungar. Mig langar bara að segja að of grannar stelpur eru ekki flottar. Fjölmiðlar eru bókstaflega að heilaþvo ykkur ! Takið eftir því að ég er 18 karl.
Það er satt að undirmeðvitundin á sér ákveðnar fyrirmyndir þegar konur og karlar leita sér að maka. Oftast eiga karlar að vera hávaxnir og sterkbyggðir og konur með breiðar mjaðmir og stór brjóst ( sem gefur karlinum til kynna að hún geti alið börn sín og sé því tilvalinn maki ). Hér er offita veikleiki. Of feit kona ( eða karl ) á við heilsufarsvandamál að stríða ef hún/hann er of feit/ur og er því ekki ákjósanlegur maki. En takið eftir því að það að vera of grönn er líka heilsufarsvandamál. Slík kona gefur til kynna að hún geti farist úr vannæringu og er því ekki hentugur maki.
Ég er ekkert að djóka þegar ég segi að konurnar í tískuþættinum á skjá einum eru ógeðslegar. Það er eins og þær séu að drepast úr hori, í alvöru talað. Stelpur, ekki hafa svona miklar áhyggjur af þyngdinni, það er svo miklu fleira sem spilar inn í þegar um fegurð er að ræða. Ég veit ekkert hvort þessi grein mun hjálpa eitthvað. Þið getið haft það sem viðmið að vera um 15-20 kílóum þyngri en ofurfyrirsætur. Það er alvöru fegurð og ég er ekki að grínast…