Ég hef lengi verið að berjast við bólur. Þær byrjuðu að koma ein og ein fyrir svona þremur árum. Mér stóð allveg á sama svona fyrsta árið. En síðan fór ég að vera pirraður að vera með þessar bólur og reyndi mikið og margt…..

*Gúrkusafa (virkaði vel á tímabili)
*Þvo húðina reglulega (einginn munur)
*Endalaust af rakakremum (lítið sem ekkert skeði)
*Algjört sykur straff í langan tíma (þetta var erfitt og bar eingann tilgang)
*Clear Action frá NuSkin (virkaði best af öllu en það lét aldrei rauðu blettina hverfa)
*kreista (ALLS EKKI GERA ÞETTA)

Og síðasta sem ég gerði núna fyrir stuttu var að fara til húðsjúkdómalæknis. Og ég sé svo sannalega ekki eftir því. Læknirinn minn lét mig á lyf sem heitir Decutan. Þetta lyf er vanalega ekki gefið nema allt annað hefur verið prófað en þar sem ég var á slæmu tímabili fór ég beint að taka inn þetta lyf. Það eru smá aukaverkanir t.d. varaþurkur. Maður var bara með varasalva í vasanum og þetta var bara fínt mál. Ég hefði aldrei losnað við þessar bólur án þess að fá ör ef ég hefði ekki byrjað á þessu lyfi.

Það hefur alltaf verið sagt að súkkulaði séu orsökin af bólum og það er algjört kjaftæði. Það eru mörghundruð kannanir búnar að sýna framm á það að maður fær einga extra bólu til eða frá við að fá sér súkkulaði eða að ef maður borðar ekkert súkkulaði þá minnka ekkert bólurnar.

Flestir fá bólur á unglinsáronum. Það er vegna þess að þá eru hormónur að myndast sem raska erfðaþáttum í líkamanum. Bólur geta einnig myndast vegna stress. Þegar maður er stressaður þá framleiðir líkaminn stresshormónur sem láta líkamann framleiða of mikla húðfitu.

Ég mæli með að allir sem eru að berjast við bólur fari til húsjúkdómalæknis. því allir eru misjafnir og það er ekki til nein sérstök leið fyrir alla til að losna við bólur. Þess vegna eru húðsjúkdómalæknar sem seigja manni hvaða meðferð maður þarf. Það er ekki svo dýrt að fara til húðsjúkdómalæknis. Allaveganna þá er maður að eyða peningonum í eitthvað sem ber árángur. Ekki eitthvað rusl krem sem virkar á einhvern annan.