Mér finnst það alveg hungleiðinlegt, en á Íslandi eru allir klæddir eins!!! Það finnst reyndar lítill hópur af fríkum, en annars ef þú ferð í Kringluna þá tekuru eftir því að helmingurinn af fólkinu þar er í eins skóm og þú! Mér finnst þetta gersamlega óþólandi. Í útlöndum eru t.d. alltaf margar bylgjur í gangi í einu, þú sérð skoppara, hippa, rokkara, píkupoppsgellur, alvarlega businessmen og pönkara saman í einni kös. Tískan þar sýnir oft á hvaða tónlist þú hlustar, úr hvaða stétt þú ert eða jafnvel stjórnmálaskoðanir þínar. Á Íslandi klæða sig bara allir í það sama, og ef eitthvað eitt kemst í tísku þá kemst það sko í tísku! Til dæmis voru gaddaólar rosa vinsælar allt síðasta ár, og líka gömlu adidasskórnir, og frá því ég var í grunnskóla man ég eftir svamppeysunum, svitabeltunum, smellubuxunum, buffalo-skónum, og fullt af öðru drasli sem ALLIR þurftu að eiga en var svo úrelt eftir 2 mánuði. Er þetta ekki sjúkt?! Af hverju klæða sig allir eins?! Mér finnst fáránlegt hvað einstaka hlutir geta komist mikið í tísku á Íslandi, aldrei sér maður alla vera í sömu skónum í Bretlandi! Hvað haldiði að börnin okkar hugsi þegar þau sjá bekkjarmyndir þar sem allar stelpurnar eru með ólar um mjaðmirnar?!
Ég hef ekki fallið fyrir neinum af þessum sjúku nokkura vikna tískum, ég reyni alltaf að kaupa föt sem eru cool en ég veit samt að þau munu endast út árið. Og fyrir 3 árum voru litit algert bann, en nú er ómögulegt að finna gráan bol!
Getum við ekki reynt að vera soldið frumlegri í fatavali okkar? Þegar ég var í Kringlunni í gær var ég orðin geðveikt pirruð á öllu fólkinu sem var eins klætt, en þá sá ég þrjár stelpur sem skáru sig úr. Fötin þeirra hafði ég aldrei séð áður og voru þau mjög litrík og glaðleg og sniðin voru líka frumleg. Ég hugsaði að kannski væri þetta ekki svo slæmt, sumir þorðu að vera öðruvísi hérna. En þá heyrði ég að þær töluðu saman á frönsku…