Mér finnst allir eins og Tískuhönnuðir og fleiri svona gaurar sem vinna í sambandi við föt og líkamsrækt vera að leggja áherslu að stelpur séu grindhoraðar!
Ég meina allir leikarar og söngvarar eru á eitthverjum sérstökum matarkúrum og borða kannski eina gulrót á dag og vatnsglas með!
Lögð er áhersla á að stelpur séu mjóar í tískuverslunum.
Ef maður er pínu þykkur um sig getur maður ekki einu sinni farið í Cosmo og þessr verslanir því þau eiga bara föt á grindhoraðar stelpur!
Ég meina það!!
Mér finnst þessar búðir eins og ZikZak og fleiri svona búðir vera flottar fyrir þessar breiðu konur! Þær selja ekki föt fyrir 20 kílóa manneskju heldur bara svona venjulegar(ekki mjóar) konur!
Mér finnst það glæsilegt því að alveg örruglega 40% prósent þjóðarinnar eru þykkir!

Ég er ekkert að setja útá mjóar manneskjur en mér finnst ömurlegt að maður getur ekki labbað inn í t.d. Cosmo án þess að labba vonsvikinn út!

Ég er ekkert að segja að þetta er að gerast fyrir mig!
Ég er bara að segja fólki frá hvað þessar tískubúðir einblína á!

Takk fyrir mig
Vinny