Jæja, þá getum við sem keyptum okkur rándýrar flíkur fyrir jólin farið að sjá hversu mikið ódýrari þær eru núna þegar útsölurnar fara að byrja. Finnst ykkur það ekki frábært hvernig þetta er? Meira að segja sumar verslanir byrjaðar með útsölur nú þegar. Bara um leið og jólin og allt innkaupaæðið er búið þá á að tæla fólk til þess að kaupa meira með því að setja allt á útsölu! Kallinn minn stakk uppá því að við biðum bara með jólagjafirnar þar til eftir áramót, kanski ekki svo vitlaust, því það getur verið ansi ergilegt að sjá eitthvað sem maður hefur keypt dýrum dómi, miklu, miklu ódýrara aðeins nokkrum dögum síðar!