Tattoo!!
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að nú til dags eru tattoo mjög algeng, sérstaklega hjá yngra fólki. Fyrir einhverjum árum eða áratugum síðan, tíðkaðist þeta helst hjá sjómönnum og mótorhjólagengjum að tattoovera sig, en á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting, og mjög margir
nú til dags sem skarta tattooum. Tattoo þýða mismunandi fyrir hvern einstakling og fá menn sér tattoo af mörgum ástæðum, sumum finst þetta bara flott, sumir gera þetta til að fylgja tískunni, á meðan tattoo hafa persónulegri þýðingu fyrir aðra. Þar sem ég hef talsverðan áhuga á þessu ætla ég að koma með nokkur atriði um tattoo ykkur til fróðleiks og skemmtunar.
Fyrsta spurning sem allir hugsa þegar þeir íhuga að fá sér tattoo er, verður þeta sárt. Svarið við þessu er einfalt, auðvitað finnið þið fyrir því að láta stinga ykkur með nál, en sársaukinn er misjafnlega mikill eftir því hvar á líkamanum þið ætlið að fá ykkur tattoo. T.d. á upphandleggjunum er það ekki eins sárt og t.d. á bakinu.
Þegar ég fék mér mitt fyrsta á hægri upphandlegg, var ég rosa stressaður og bjóst við rosalegum sársauka og hugsaði “hvað er ég að fara að gera”, síðan var byrjað og sársaukinn var ekki jafn mikill og ég hafði búist við, þú finnur svona smá sting, en ekkert rosalega vont neitt, og útlínurnar eru verri, en þegar það er fyllt inní.
Síðan fékk ég mér annað í sumar aftan á bakið, og það var mikið verra, það var virkilega óþægilegt, og ég hélt fast utan um stólbakið, þann rúma hálftíma sem það tók, en eftir á var ég mjög sáttur með þetta tattoo. En þið sem eruð að hugsa um að fá ykkur tattoo, ekki láta hræðslu við smá sársauka fæla ykkur frá því að fá ykkur, þetta er ekki jafn vont og maður hafði haldið fyrirfram.

En samt skuluð þið hugsa ykkur vel um áður en þið fáið ykkur, því þetta verður á ykkur alla ævi. En eins og með mig, ég hugsaði mig mjög vel um áður, en ég vill frekar sjá eftir því að hafa fengið mér tattoo þegar ég er sextugur, heldur en að sjá eftir því sextugur að hafa ekki fengið mér þegar mig langaði þvílíkt mikið í tattoo.
Það eru til rosalega margar gerðir af tattooum, og nánast endalausir möguleikar á því hvað er hægt að gera. Þau tattoo sem hafa verið vinsælust undanfarin ár eru t.d tribal, celtic og kínversk tákn. Kostnaður við tattoo er mismikill, fer eftir stærð og hversu flókið tattooið er, en þú ert aldrei að borga undir 5000 kalli og það getur farið upp í marga tugi þúsunda. Samt myndi ég frekar borga almennilegum tattoo listamanni fyrir að gera þetta, heldur en láta einhvern gæa gera þetta sem hefur ekki mikið vit á þessu, maður hefur heyrt sögurnar frá ameríku em það að einhverjir gæjar út í bæ eru að gera þetta í bílskúrnum heima, og það hafa komið alls konar sýkingar og svona. Ekki gaman að fá sér ódýrt tattoo, og það kemur sýking í þetta og þú með blekklessu á þér alla ævi!! Þið getið fundið alls konar upplýsingar um tattoo á netinu, ef þið viljið skoða myndir er
www.bmezine.com mjög góð síða með mikið af myndum..

Ég er með 2 tattoo, tribal merki á hægri upphandlegg, og tribal sól aftan á bakinu, fyrra gert á íslandi, hitt í bandaríkjunum..

Hvaða fleiri hugarar eru með tattoo, og hvað finnst ykkur um þau?
“If you stole a pen from a bank then would it still be considered a bank robbery”?