Einhver kom með þá tillögu að gefa þeim sem væri með yfir 2000 stig(eða eitthvað álíka) bíómiða.

Reiknum dæmið: Á huga eru u.þ.b. 30.000 skráðir notendur. Af þeim giska ég á að um 1000 þeirra séu með 2000 stig eða fleiri.

800 * 1000= 800.000 kall!
Það hljómar svolítið mikið í fyrstu, en þegar maður fer að hugsa út í það: Hvað gæti hugi.is grætt á þessu?

Í fyrsta lagi miklu miklu fleiri heimsóknir á síðuna sína.
Í öðru lagi miklu fleiri greinar, korkar, myndir o.s.fr.
Í þriðja lagi miklu hærra verð fyrir auglýsingarnar sínar, sem þýðir meiri gróði í kassann.
Ég dreg það ekki í efa að hugi á eftir að græða á því ef hann auglýsir meira á síðunni(sem hann gæti gert miklu meira). Auk þess sem bíóhúsin græða líka…

…og ég fæ bíómiða.<br><br><hr><p align=“right”><a href="http://kasmir.hugi.is/hvurslags“><img src=”http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg“ align=”right"></a><i>Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
<br>Hávamál</i></p