Smá vangaveltur hjá mér varla nöldur en samt…. vissi ekki hvert átti að pósta þessu.
Af hverju sér maður ekki á öllum áhugamálum hver er admin?
Er það af því að adminarnir vilja losna við óþarfa bögg og leiðindi ?
Er þá ekki hægt að stja smá hnapp sem hægt sé að senda adminum viðkomandi áhugamáls smá skilaboð ef maður þarf að koma einhverju á framfæri við þá ?Þarf kannski ekki að fara á einhvern einn heldur gætu þeir átt sameiginlegt smáskilaboðahorn sem fylgir áhugamálinu.
Þetta gæti verið sniðug hugmynd fyrir öll áhugamál því þá gætu allir adminar viðkomandi áhugamáls fylgst með hvað er í gangi og þetta mundi þá frekar stoppa persónulegar árásir.
Kveðja Arni