Mig langar til að fá upp smá umræður um hlut sem virðist endurtaka sig hérna á hugi.is aftur og aftur.

Það er þegar að fólk svarar greinum með ljótu orðbragði. Agnúast útí aðra af því að viðkomandi er ekki sammála því sem greinin er skrifuð um. Fer inná áhugamál og skiptir sér af (mjög algengt t.d. á Nágrannar og Friends).

Ég vil leyfa mér að copy/paste hérna svari frá Avatar sem er inni á áhugamálinu “Hundar”.

Dæmi um týpisk, ömurleg og leiðinleg svör:
* Á þetta ekki að fara á korkinn! (fer gífurlega í taugarnar á mér)
* Er þetta ekki copy/paste (fer mest í taugarnar á mér, því það er langlíklegast að greinin sem var copy/pasteuð sé grein sem ég hefði aldrei fundið og hvað þá lesið)
* Ertu lesblindur eða 5 ára, ef ekki lærðu þá stafsetningu!(hvar stendur að fólk þurfi að vera með 9 til 10 í stafsetningu áður en það byrjar að tjá sig)
* Stigahóra! (Er fólk virkilega svo sjúkt að það nennir að vera sð væla og skæla yfir því að fólk sé að skila inn misgóðu efni (kannski með copy/pastei, sjá svar mitt að ofan) og safna stigum þannig. GET A LIFE!)

Auðvitað eiga stjórnendur að passa að ekki séu samþykktar greinar sem að ekki eiga þar heima.
Af hverju má ekki koma með grein sem að hefur sést annars staðar, sé það tekið fram að um copy/paste sé að ræða? Það eru ekki allir sem að hafa séð þetta efni, af hverju má ekki birta það á huga.is?
Allir verða að vera meðvitaðir um að ekki eru allir jafn færir í stafsetningu. Ég hef reyndar sent eina grein til baka með ábendingum um leiðréttingar og samþykkt svo.
Það mætti halda að stig á hugi.is gæfu einhver peningaverðlaun. Fyrir mig skiptir stigin engu máli. Ég kem hingað til að lesa, spjalla við aðra, skiptast á skoðunum og leita upplýsinga.

Fyrst og fremst finnst mér að passa þurfi uppá að fólk sem að notar dónalegt og særandi orðbragð um aðra á hugi.is séu þurrkaðir út og jafnvel bannaðir í einhvern tíma láti þeir ekki segjast við áminningu. Oft eru þetta sömuaðilarnir aftur og aftur (nefni þó engin nöfn).

Hugsiði málið og ef þið viljið tjá ykkur, þá vinsamlegast gerið það kurteislega.

kveðja,
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín