Ég væri til í að vera ógeðslega ríkur og opna svo hamborgarastað þar sem hamborgarinn kostaði 100 kall eða eitthvað en væri samt mega góður. Ég veit að ég myndi ekki græða mikið í byrjun en það skiptir ekki máli því ég er hvort sem er geðveikt ríkur, en þegar á líður er ég búinn að fá milljón (eða svona um það bil) viðskiptavini sem koma aftur og aftur því að hamborgararnir eru bæði góðir og ódýrir. Þá fer ég að græða.
Ekki væri það verra ef að þetta væri nálægt einhverjum framhalds- eða háskóla svo að allir kæmu í hverju hádegishléi. Svo gæti ég opnað fleiri staði.
Þetta er bara svona ein hugmynd - sem ég mun láta rætast - MÚHAHAHAHAHAHAHA