Er einhver þarna sem hefur greinst með athyglisbrest á hágu stigi og farið á lyf, hefur það hjálpað mikið við daglegt líf þá fyrir ykkur eða er þetta sem ég hef mikið heyrt láti þeim bara líða illa.

Sálfræðingurinn minn sagði mér að ég ætti ekki að þjást mikið þar sem einkenni sem fylgja oft athyglisbresti, eins og kvíði, ofvikrni, þunglyndi eða hvatvísi er ekki í mér, en ég þjáist mjög mikið af athyglisskorti, þar að segja minnisleysi og ávallt utan við mig og margt fleira sem fylgir því. En þessar fylgiraskanir lætur fólki oft líða illa af þessum lyfjum. En fyrir mig ætti þetta bara einfaldlega að laga einbeintinguna (Vonandi)

En allavega sem mig langar að vita, ef þið hafið lent í þessu að greinast með þetta fullorðin og hafið prófað lyf við þessu, hefur þetta breytt lífi ykkar mikið og betrumbætt ykkur í að standa í námi eða hverju sem er í daglegu lífi?